Aðalfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn mánudaginn 17.10.2011 kl 17.15 á Grand Hóteli í Reykjavík. Mættir 26 aðilar.

1) Skýrsla stjórnar. Birgir Benediktsson. Kynnti stjórn félagssins. Á síðasta starfsári voru haldnir 6 stjórnarfundir auk óformlegra funda. Þakkaði Alexander fyrir að veita aðstöðu hjá KPMG. 45 félagar. Þegar lóð er seld er það skylda fasteigasala að kanna hvort seljandi sé skuldlaus við félagið og tilkynna nýja eigendur til félagsins

Öryggishlið voru sett upp á síðasta ári. Virðast halda þjófunum frá. Mikið um innbrot í ár en ekki á Hvammssvæðinu. Á síðustu 2 vikum farið inn í bústaði í Vatnsenda og Dagverðarnesi, 10-12 bústaði. Borið á að hlið séu opin og hefur gleymst að loka hliðum. Athuga þetta. Samþykki liggur fyrir frá aðalfundi 2010 um uppsetningu myndavéla. Einnig verið rædd nágrannavarsla. Rætt hefur verið um að setja upp myndvélar á í mynni dalsins og mynda alla bíla sem koma inn og fara út úr nyrðri hluta dalsins. Þær myndir yrðu í vörslu lögreglu.

Stjórn sendi bréf á Skipulagsstofnun ríkisins. Ábending um vatnsveitu. Þarf að vera fyrir hendi nægilegt vatn að magni og gæðum. Farið fram á úttekt á vatnsveitu. Mun verða óskað eftir úttekt heilbrigðisfulltrúa. Í fyrra vatn ekki neysluhæft. Nýr eigandi gert lagfæringar og var vatn drykkjarhæft í júlí 2011. Miklar lagfæringar gerðar. Nægilegt vatn að magni og gæðum. Þakkar landeigenda fyrir þessa framkvæmd. Rætt um sér vatnsfélag.

Aðalskipulag lagt fram í byrjun árs. Félagið mótmælti byggð ofan vegar. Núverandi byggð of þétt. M.t.t. þessa og fleiri atriða telur stjórnin svæðið ekki þoli frekari byggð, en þegar hefur verið skipulögð. Stjórnin áréttaði að svæðið fyrir neðan Hvammsbæinn sé til sameiginlegra nota.

Lokið lagningu stíga á vestursvæði og nú hafin lagning stíga á austurrsvæði. Keðjur verða fjarlægðar við göngustíga við enda svæðisins.

Tíu ár síðan vegir voru lagðir og þarf að lagfæra marga vegi og skurði. Lúpína vaxið í vegköntum og skurðum og einnig þarf að athuga ræsi. Stjórnin vill beina til lóðareigenda að klippa tré sem hafa vaxið inn á veginn

Stjórnin hefur rætt um umhverfisreglur. Ekki ástæða til að setja boð og bönn en höfða til almennrar skynsemi varðandi hundahald, fjórhjóla og bátaumferðar og annars sem kann að raska ró nágrannanna.

Nýr landeigandi er að skipuleggja Káraland og byggja eigið frístundahús á svæðinu. Væntir stjórnin góðs samtarfs við hann

Birgir hefur ákveðið að gefa ekki gefa kost á sér áfram. Þakkar traust félagsmanna og stjórnarmönnum fyrir samstarfið.

2) Ársreikningar. Alexander Edvardsson kynnti ársreikninga félagssins. Voru þeir samþykktir samhljóða. Afrit af ársreikningi er hér á síðunni.

Jón Hörður Hafsteinsson benti á að ekki væri samræmi í reglum um greiðslu árgjalds þeirra sem eiga margar lóðir. Þannig eru reglurnar ekki þær sömu eftir því hvort lóðirnar liggja saman eða ekki. Beindi hann þeim tilmælum til stjórnar að móta nýjar reglur vaðandi gjaldtöku af lóðum.

3) Öryggismál. Bárður Sigurgeirsson kynnti. Fjallaði hann um öryggismyndavélar og nágrannavörslu. Varðandi hans umfjöllun vísast í glærur hans sem eru birtar hér á síðunni. Bárður lagði fram eftirfarandi ályktanir:

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 17.10.2011 samþykkir að heimila stjórn félagsins að setja upp öryggismyndavélar við öryggishliðin á Hvammssvæðinu. Myndir og varsla þeirra er á ábyrgð stjórnar sem mun setja um þetta sérstakar reglur.

Samþykkt samhljóða.

Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 17.10.2011 beinir þeim tilmælum til stjórnar félagsins að komið verði upp nágrannavörslu á Hvammssvæðinu. Stjórnin skal forma tillögur um nánari útfærslu og kynna félagsmönnum á vefsíðu félagsins og/eða á sérstökum fundi.

Samþykkt samhljóða.
Kynningu BS má sjá hér.

4) Kjör stjórnar: Bergþór Þormóðsson var einn í kjöri til formanns og var því samhljóða kjörinn. Í aðalstjórn gáfu kost á sér: Alexander Edvardsson, Bárður Sigurgeirsson, Skúli Már Sigurðsson og Sveinbjörn Sveinsson . Varamenn voru kjörnir Arnar Jónsson og Svanhildur Skúladóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir: Magni Sigurhansson og Björn Jóhannsson.

5) Ákvörðun árgjalds. Alexander lagði til að árgjald yrði 15 þús kr. Einnig lagt yrði á sérstakt framkvæmdagjald vegna uppsetningu myndavéla. Það gjald verður innheimt þegar endanleg kostnaðaráætlun liggur fyrir.

6) Önnur mál.

a. Arnold spyrst fyrir um
malbikun á þjóðvegi. Er mál vegagerðar. Kílómeter kostar 10 milljónir.

b. Garðar spyrst fyrir um
hitaveitu. Birgir skýrði frá að málið hefði verið rætt í stjórn. Sent erindi til hitaveitunnar. Ekki borist svar þrátt fyrir ítrekun.

c.
Rafmagn fór í sumar. Hlið virkuðu ekki. Þá eiga hliðin að opnast hliðin og opnast. Klikkaði í sumar þegar rafmagn kom á aftur og öryggi fóru. Öryggi voru einungis 5 amper, en hafa verið aukin í 15. Þetta á því ekki að geta gerst aftur.

d. Bárður Sigurgeirsson kynnti
göngustíg á milli Hvammskógs 30 og 32. Varðandi þá umfjöllun vísast í glærur Bárðar sem eru birtar hér á síðunni. Fyrirspurn var lögð fram hvort það samkomulag stæði ekki að ganga mætti niður þá vegi sem hafa verið lagðir þar sem umræddur göngustígur er á skipulagi. Málsaðilar staðfestu það og var sú laun talin ásættanleg.

e. Bergþór n
ýkjörinn formaður tók til máls. Þakkaði fyrri stjórn vel unnin störf. Ræddi um öryggishliðin, heimasíðu ofl. Ræddi verkefni nýrrar stjórnar. Nefndi m.a. opin svæði, bátaskýli, leiksvæði, brunahana og hitaveitu.Fundi slitið kl 19.15Bárður Sigurgeirsson


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband