Stjórnarfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn þriðjudaginn 24.06.13 kl. 17:15 í húsnæði KPMG. Mættir: Arnar Jónsson, Bárður Sigurgeirsson, Bergþór Þormóðsson, Andri Árnason, Arnar Jónsson og Svanhildur Skúladóttir. Skúli Már Sigurðsson boðaði forföll.

Undiskriftalisti hefur borist. Óskað eftir að göngustígar verði kláraðir, þar með talinn göngustígur á milli 30-32. Á listan hafa ritað fulltrúar um helmings lóða á svæðinu.

Stjórnin var einhuga um að klára þyrfti alla göngustíga, þar með talinn göngustíg á milli lóða 30 og 32. Ýmsir erfiðleikar hafa þó verið á að klára ummræddan stíg.

Eigandi Hvammskóga 32 telur sig eiga það svæði sem göngustígurinn liggur á og handsalaði kaup á honum í vitna viðurvist við fyrri landeiganda. Hann hefur á undanförnum 10 árum gróðursett mjög mikið á þetta svæði gera má ráð fyrir að þyrfti að fá dómskvaddan matsmann, eða að semja við eiganda Hvammskóga 32 til að meta verðgildi þess gróðurs áður en hann verður fjarlægður. Lögfræðiálit liggur fyrir að stígurinn gangi svo nálægt grenndarhagsmunum eiganda Hvammsskóga 32 að með rökum megi halda fram að um sé að ræða mistök á skipulagi og hugsanlegt sé að skipulagsyfirvöld myndu á endanum fella stíginn niður verði eftir því leitað.

Erfitt að leggja stíginn í andstöðu við eiganda. Semja þarf við eiganda lóðar nr. 32 um að vélar fari um landið við lagningu umrædds stígs. Óvíst hvort félagið getur staðið að því í andstöðu við eiganda lóðarinnar. Líklega þarf að þrýsta á landeiganda að leggja þennan stíg. Fram kom einnig að sveitarfélagið skiptir sér ekki að ölögðum göngustígum.

Einnig kom fram að ákveðnir tæknilegir erfiðleikar eru við lagningu þessa stígs, t.d. niður við vatnið, sem þó má leysa með byggingu stiga þar.

Allir stjórnarmenn voru sammála um að tryggja þyrfti þeim sem eiga lóðir sem liggja að vatninu góðan óheftan góðan aðgang að vatninu. Eystri stígurinn er of brattur og erfitt að ganga hann. Segja má að mistök hafi verið gerð í skipulagi. Ekki hefði veitt að einni vatnalóð, með góðum vegi niður að vatninu, með aðgangi fyrir slökkvilið og íbúa. Myndi einnig nýtast sem flóttaleið. Þar væri hægt að útbúa góða aðstöðu við vatnið fyrir báta og bryggjur. Slíkar hugmyndir hafa komið upp þar sem nokkrar vatnalóðir eru nú til sölu. Félagið getur þó ekki staðið að því þar sem ekki er verjandi að slíkur kostnaður falli á alla sumarhúsaeigendur.

Eigandi Hvammskógs 32 hefur úrbúið gönguhlið sem opnar aðgang að vegi hans niður að vatninu. Samkvæmt samningi við hann er öllum heimilt að nýta stíg hans í stað umrædds göngustígs. Hliðið er þó ekki nema 80 sm breitt sem er talið of lítið. Til bráðabrigða var ritara falið að ræða við eiganda lóðarinnar að Hvammsskógi 32 um að breikka hliðið og útbúa betri aðgang að vatninu. Kostnaður við slíkt falli á félagið.

Gróðureldar. Hugmyndir hafa komið um að prófa þurrlagnakerfi. Illa hefur gengið að fá lánaðar dælur. Ef keyptar verða dælur þá þarf að vista þær í áhaldahúsi á vegum sveitarstjórnar. Málið er enn í vinnslu.

Flóttaleiðir og vegir. Hvaða möguleiki er á fleiri flóttaleiðum. Vantar góðan veg niður að vatninu á eystra svæðinu. Ræða þarf málið við sveitarstjórn. Íhuga að leita til tryggingarfélaga um styrk við kaup á dælum. Formaður ætlar að ræða við Skipulagsyfirvöld og Sveitarstjórn.
bssign
Bárður Sigurgeirsson
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband