Stjórnarfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn 19.09.2013 kl. 17:15 í húsnæði KPMG. Mættir: Alexander Edvardsson, Arnar Jónsson, Bárður Sigurgeirsson, Bergþór Þormóðsson, Skúli már Sigurðsson, Andri Árnason, Arnar Jónsson og Svanhildur Skúladóttir

1. Reikningur borist vegna kostnaðar við rekstur vatnsveitu og er upphæðin í kringum 500.000. Þessi kostnaður er áfallinn vegna bilunar í vatnsveitu. Ekki leikur vafi á að sumarhúsaeigendum ber að greiða þennan kostnað., þar sem hann er til fallinn vegna viðgerða á vatnsveitu þeirri er sér félagsmönnum fyrir vatni. Landeigandi hefur haft umsjón með og séð um þessar viðgerðir.

Landeigandi hefur einhliða stofnað vatnsveitufélag (Hvammsveitur ehf) sem er líklega ekki í samræmi við núgildandi lög, en þar segir í vatnalögum að “
eigendur þeirra fasteigna sem nota ætla vatnsveituna gert með sér félag er nefnist vatnsveitufélag” síðar segir að skuli “boða til stofnfundar eigendur, og eftir atvikum aðra rétthafa, þeirra fasteigna sem ætla má að aðild gætu átt að félaginu”. Einnig kemur fram í þinglýstum kaupsamningum og deiliskipulagi frá 29.08.2003 að “kalt vatn sé komið að lóðarmörkum og að stofna skuli félag um frístundabyggðina sem annist sameiginleg hagsmunamál eins og rekstur vatnsveitu”.

Heppilegast að stofnað verði formlega nýtt vatnsveitufélag. Sumarhúsaeigendur ásamt landeigenda yrðu aðilar að nýju félagi. Ehf rekstarformið líklega ekki heppilegt, vegna kostnaðar og kvaða um ársreikninga. Samþykkt að greiða þessa greiðslu með eftirfarandi fyrirvara:

Félag sumarhúsaeigenda greiðir móttekna reikninga með þeim fyrirvara að enn hefur ekki verið stofnað til vatnsveitufélags, sem fara skal með málefni vatnsveitunnar. Af því tilefni leyfir félagið sér samhliða að óska eftir fundi með landeiganda vegna fyrirhugaðrar stofnunar slíks félags og um framtíðarfyrirkomulag rekstrar veitunnar”.

Litið á greiðslu þessara reikninga sem framlag í óstofnað vatnsfélag.

Einnig kom fram að þakka beri landeiganda hve myndarlega hefur verið staðið að rekstri og viðhaldi vatnsveitu sem virðist vera í mjög góðu lagi. Einnig var bent á að kostnaður hefur hlotist af óbyggðum lóðum, þar sem nýlega sprakk rör á óbyggðri lóð sem leiddi til tímabundins vatnsleysis.

2. Ritari hefur rætt við eiganda Hvammskóga 32 um breikkun á gönguhliði sem hann hefur byggt. Sjá fundargerð síðasta fundar. Eigandi samþykkur breikkun hliðsins. Félagið mun bera kostnaðinn, en samhliða þarf að breikka veginn ofan hliðs. Formaður mun fylgja því eftir.

3. Kvartanir borist vegna ágangs kanína. Eitthvað mun hafa borið á að kanínur skemmi nýjar plöntur, bæði, tré, blóm og grænmeti. Leitað hefur verið eftir upplýsingum um kostnað hjá meindýraeyði við að útrýma dýrunum, en það er nokkuð kostnaðarsamt. Ekki mun sjálfgefið að kanínurnar lifi af harðan vetur.

4. Formaður upplýsti að hægagangur er á uppsetningu myndavéla við alla vegi inn í Skorradal. Ritari upplýsti að gengið hefur verið að tilboði Securitas varðandi myndavélar á Hvammssvæðinu. Pantaðir hafa verið staurar og mun Sigurður Pétursson verktaki sjá um uppsetningu stauranna, en Securitas sér um uppsetningu myndavélanna.

bssign
Bárður Sigurgeirsson
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband