Aðalfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn fimmtudaginn 04.04.13 kl 17.15 á Grand Hóteli í Reykjavík. Mættir 34 aðilar. Svanhildur Skúladóttir settur fundarstjóri.

1) Skýrsla stjórnar. Bergþór Þormóðsson formaður. Kynnti stjórn félagssins. Á síðasta starfsári voru haldnir 7 stjórnarfundir auk óformlegra funda, tölvupósta og símtala.

Vegir á svæðinu. Ákveðið að bera í vegi. Viss ónægja kom upp með þá framkvæmd. Þóttu grófir og einnig myndaðist leðja á þeim í bleyti. Var verð lækkað af þessum sökum. Sennilega þarf að setja betra efni næst.

Vatnsveita. Ekki skýr mynd á rekstri dreifikerfis. Landeigandi séð um viðgerðir á dreifikerfinu. Þarf að ná samkomulagi um dreifikerfið og rekstur þess til framtíðar.

Brunavarnir verið nokkuð ræddar. Viðbragðsáætlun kynnt fyrir ári síðan og hefur skýrslan verið aðlöguð skv. því. Sýn mana gjörbreitt eftir nýlegan stórbruna.

Uppsetning öryggismyndavéla. Samþykkt á síðasta aðalfundi. Sýn manna nú nokkuð breytt.

Nágrannavarsla hefur verið rædd. Nauðsynlegt að menn viti hver af öðrum. Bæði í tengslum við bruna, þjófnaði og aðra vá.

Hækkun vatnsborðs í Skorradalsvatni. Kemur sér illa fyrir lífríkið og bátaeigendur. Þörf á samráðsfundi með rekstraaðilum virkjunarinnar.

Að lokum þakkaði formaður stjórninni of félagsmönnum gott samstarf.

2) Ársreikningar. Alexander Edvardsson kynnti ársreikninga félagssins. Voru þeir samþykktir samhljóða. Afrit af ársreikningi má finna á heimasíðu félagsins. Farið yfir reikninga fyrir 2012 og 2011. Rekstur öryggishliða kostar 10 þús. á mán. Alexander leggur til að nöfn þeirra sem greiða ekki árgjöld verði birt á heimasíðu félagsins. Ekki var farið nánar út í þá sálma. Reikningar samþykktir samhljóða.

3) Kosning stjórnar. Bergþór fylgdi málinu úr hlaði. Kynnti fyrri stjórn. Allir hafa gefið kost á sé til áframhaldandi stjórnarsetu, nema Sveinbjörn Sveinsson, sem var ekki á fundinum. Bergþór leggur til aðrir sem sitja í núverandi stjórn auk Andra Árnasonar myndi nýja stjórn. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Magni Sigurhansson og Björn Jóhannsson.

4) Árgjald. Gjaldkeri leggur til að árgjald verði 15 þús. Samþykkt samhljóða.

5) Öryggismyndavélar. Bárður Sigurgeirsson kynnti. Vísaði hann í umfjöllun um öryggismyndavélar á síðasta aðalfundi. Sjá glærur hér. Sú lausn sem kynnt var þar miðaði við að halda kosnaði í lágmarki og samanstóð af tiltölulega ódýrum myndavélum og miðaði við að geymsla myndanna væri á hendi félagsins. Nú segist maðurinn hafa skipt um skoðun og að best væri að uppsetning, eftirlit og geymsla myndanna væri á hendi öryggisfyrirtækis. Myndir yrðu geymdar í 2 mánuði og afhentar lögreglu ef slík mál koma upp. Kynnt var tilboð frá Securitas sem var borið undir atkvæði og samþykkt. Sjá nánar kynningarglærur BS.

6) Nágrannavarsla. Á síðasta aðalfundi í var samþykkt að koma á nágrannavörslu, þó ekki hafi það enn verið gert formlega. Bárður Sigurgeirsson kynnti stuttlega í hverju nágrannavarsla felst.

Samvinna nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er að leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Nágrannavarsla er þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri.

Nágrannavarsla felur í sér að fylgst sé með óeðlilegri umferð í nærliggjandi bústöðum. Sumarhúsaeigendur hafi lágan þröskuld á að hafa samband við eiganda/lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir. Tilkynna þarf nágrönnum ef þeir eru í burtu í lengri tíma. Skoða umhverfi bústaða nágranna ef þeir eru ekki heima

Útbúinn verður listi yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum, þannig að auðvelt sé fyrir fólk að hafa samband sín á milli. Þátttaka undir hverjum og einum komið.

Þetta fyrirkomulega var samþykkt samhljóða og rituðu fundargestir nöfn sín og síma sín á lista. Haft verður samband við þá sem ekki voru á fundinum.

Að lokum talaði Fjóla Guðjónsdóttir frá Sjóvá um nágrannavörslu. Hún fór yfir gátlista varðandi öryggi i sumarhúsum auk þess að nefna mörg dæmi um árangursríka nágrannavörslu. Fjóla afhenti síðan félaginu 4 skilti til uppsetningar og verður þeim komið fyrir við öryggishliðin og aðrar leiðir inn á svæðið.

7) Önnur mál.

a. Eðlilega voru nýlegir
gróðureldar í Skorradal mönnum ofarlega í huga. Bárður kynnti nokkur atriði um skógarelda varnir og hugsanlegar varnir. Sjá nánar glærur hans.

Bergþór formaður sagði frá sinni upplifun og ræddi um eldvarnir. Þórður Már Sigurðsson. Fór yfir sína sýn og lýsti upplifun sinnar fjölskyldu. Lagði hann áherslu á alvarleika málsins og benti á nauðsyn þess að nýta þessa viðvörun til að bæta viðbrögð og forvarnir.

Jón Hörður Hafsteinsson landeigandi sagði frá þurrlögn sem er á svæðinu. Samkvæmt útreikningum Jóns á að vera hægt að fá tiltölulega léttar dælur sem ráða við að dæla úr neðstu brunnum upp í efri brunna.

b. Jón landeigandi skýrði frá aukinni ásókn ferðamanna
í skóginn ofan vegar. Til stendur að setja upp keðjur til hamla umferð ökutækja um skóginn.

c. Bent var á að
steinar og vörður á göngustígum séu óheppilegir. Þeir sem hafa reynt að fara með barnavagn eða kerru um göngustígana hafa orðið frá að hverfa. Sumarhúsaeigendur beðnir um að koma ekki steinum fyrir á göngustígum.

d. Gjaldkeri fór fram á að 15 þús. kr.
árgjald það sem samþykkt var fyrr á fundinum verði hækkað í 30 þús. Var það samþykkt samhljóða. Þetta var fyrst og fremst með uppsetningu öryggismyndavéla í huga.

e. Jón landeigandi sagði frá
vatnsveitunni. Er í mjög góðu lagi. Mælar á öllum lögnum. Kemur sér vel til að uppgötva leka. Afköst 40-90 l/mín. Mesta notkun um 20 lítrar/mín.

f. Líklega verða ekki haldnar fleiri brennur á Hvammssvæðinu. Rætt um að halda sérstakan Hvammshlíðardag stað brennu.

g. Súsanna benti á að óheppilegt sé að
hundar og kettir séu lausir. Kunna að skaða viðkvæmt dýralíf. Einnig benti hún að alls ekki megi auka dýralífið á svæðinu með því að sleppa dýrum.Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl . 19.30.Bárður Sigurgeirsson ritari


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband