Stjórn Félags sumarhúsaeigenda í Hvammi Skorradalshreppi hélt fund 18. Febrúar 2014.

Mættir voru:
Alexander Edvardsson
Andri Árnason
Skúli Már Sigurðsson
Bergþór Þormóðsson (ritaði fundinn)

Fjarverandi:
Bárður Sigurgeirsson
Arnar Jónsson
Svanhildur Skúladóttir

Umræður urðu um eftirfarandi málefni:

Sameining sveitarfélaga
Staða sumarhúsaeigenda var rædd. Kom fram, m.a., að á boðuðum fundi með formönnum sumarhúsafélaganna og sveitarstjórninni verði hlustað á sjónarmið sveitarstjórnarmanna. Leggja verður eyru við sjónarmiðum og sjá hvaða áhrif sameining myndi hafa á hagsmuni sumarhúsaeigenda. Nefnd voru atriði eins og gjaldtaka, skipulagsmál, önnur áhrif sem sumarhúsaeigendur geta haft á sveitarstjórnir.

Eldvarnarmál
Svo virðist sem ekkert hafi þokast í eldvarnarmálum í dalnum. Í okkar hverfi í Hvammi hafa dælur ekki verið fengnar til að prófa brunalagnir í jörðu. Ekki er að fullu lokið við að setja brunaklöppur upp við alla bústaði. Fimm bústaðir eru eftir.

Fram kom að bréf hafði verið sent sveitarstjórninni varðandi áhaldahús við vesturenda vatnsins. Svar barst þar sem fram kom að ekki stæði til að byggja slíkt áhaldahús við vatnið.

Umræður urðu um flóttaleiðir. Ljóst er að engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að halda flóttaleiðum opnum austur úr dalnum eða austur fyrir enda vatnsins. Fram að þessu hefur vegurinn inneftir dalnum frá Dagverðarnesi inn að Fitjum verið illfær vegna hálku og engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu sveitarinnar eða vegagerðarinnar.

Samþykkt var á fundinum að útbúa viðvörunarskildi sem sett verði upp við bæði hliðin niður í hverfið.

Vegmyndavélar
Vegmyndavélarinnar hafa verið settar upp. Spyrja skal um reynsluna á áðurnefndum fundi með sveitarstjórninni

Stjórnarmenn óskuðu eftir umræðu um forgangsröðun þegar kemur að fjárfestingum í myndavélum fyrir hverfið í Hvammi. Ljóst er að stjórnarmenn vilja leggja áherslu á eldvarnir umfram þjófavarnir.

Tjón Tryggva á Hálsum í sinubrunanum 30 mars á seinasta ári
Fram kom að tjón Tryggva á Hálsum hefur ekki verið bætt af sveitarstjórninni / slökkviliði.
Lagt var til að félagið þakkaði Tryggva viðbrögðin með eitthundraðþúsund króna framlagi/styrk. Þar sem of fáir stjórnarmenn voru til staðar verður að taka tillöguna upp aftur.
Samþykkt var að formaður grennslaðist fyrir um afgreiðslu mála Tryggva á fyrirhuguðum fundi með sveitarstjórn.

Önnur mál voru voru ekki rædd formlega.


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband