Aðalfundur í félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi var haldinn mánudaginn 13.05.2014 kl. 17.15 á Grand Hóteli í Reykjavík. Mættir 22 aðilar.

Skýrsla formanns. Svanhildur Skúladóttir var kosinn fundarstjóri og Bárður Sigurgeirsson fundarritari. Opnaði Svanhildur fundinn og gaf Bergþóri formanni orðið. Hann þakkaði stjórn félagssins fyrir samstarfið og rakti verkefni tímabilsins. Vatnsveita hverfisins hefur staðið sig vel eftir endurbætur. Vatnsskortur fyrri ára nú óþekktur.

Mikill tími fór í umræðu um eldvarnir. Þrjár þurrlagnir eru fyrir hendi í landinu, en hafa ekki enn verið prófaðar. Vonandi verður þó hægt að gera það fyrri hluta sumars. Útbúin hafa verið skilti varðandi brunavarnir. Verða sett upp rétt innan við hliðin ásamt skiltum um nágrannavörslu. Vandmál eru varðandi flóttleiðir út úr hverfum. Hugmyndir hafa komið um að tengja hverfin saman og bæta þannig flóttaleiðir. Sinuklöppur hafa verið settar utan á öll hús í samráði við sumarhúsaeigendur.

Þjóðvegur 508 í mjög slæmu ástandi. Til stóð að leggja bundið slitlag á þann hluta sem liggur um Hvammssvæðið en var hætt við 2007. Vegurinn er mjög slæmur. Vegagerðin hefur ekki ljáð máls á viðgerðum. Formaður kvartaði yfir frágangi á svæðum fyrir ruslagáma.

Vegmyndavélar á vegum hreppsins eru komnar upp. Sumarhúsafélög taka þátt í kaupum, en Skorradalshreppur rekur. Lögreglan hefur aðgang að myndunum.

Göngustígar eru þokkalegir. Eftir að loka stígum upp við þjóðveg þjóðveg. Einn stígur ólagður ennþá.

Bátaskýli. Ekki má byggja bátaskýli nær en 50 metra. Land undir bátaskýli er áætlað á svæðinu fyrir neðan Hvammsbæinn.

Vart hefur orðið við kanínur í landinu og óskað eftir því að stjórnin beiti sér fyrir eyðingu eftir að kanínunum sé eytt.

Sumarhátíð. Ekki verða leyfðar brennur nema við vesturenda vatnsins. Rætt hefur verið um að halda sumarhátíð á Havmmssvæðinu.

Bergþór hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður. Þakkar stjórnarmönnum samstarfið

Alexander Edwardsson gjaldkeri kynnti reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða og verða birtir á heimasíðu.

Kosning stjórnarmanna

Svanhildur Skúladóttir einróma kosin formaður

A
ðrir stjórnarmenn voru kosnir (með nokkrum semingi):
Alexander Edwardsson
Bárður Sigurgeirsson
Skúli Már Sigurðsson

Varamenn (hefð er fyrir að varamenn starfi eins og aðrir stjórnarmenn og sitji alla fundi):
Arnar Jónsson
Ingibjörg Skúladóttir

Skoðunarmenn reikninga
Bergþór Þormóðsson


Önnur mál
Þórarinn Arnórsson tók til máls vegna bréfs sem hann sendi formanni. Í stuttu máli var hann að velta vöngum yfir
öryggismyndavélum. Þar sem um er að ræða læst hlið má draga í efa þörf á öryggismyndavélum við hliðin.

Bárður Sigurgeirsson svaraði fyrir hönd stjórnar. Fyrir liggur samþykkt aðalfundar um uppsetningu á slíkum vélum. Uppsetningu var frestað að ráðleggingu Securitas þar sem nú væru fyrir hendi mun fullkomnari vélar sem vert væri að bíða eftir, en væru þó ekki dýrari. Nú hafa verið settar upp öryggisvélar á vegum sumarhúsafélaga á Fitjum og í Dagverðarnesi og því líklegra að reynd verði innbrot á svæðum þar sem ekki er um öryggisvélar að ræða. Hjá Securitas hefur einnig komið fram að töluvert hafi verið um að hlið hafi verið skemmd þar sem ekki eru myndavélar. Andri Árnason tók undir þessi rök og Garðar Garðarsson benti á að hlið og öryggismyndavélar lækki tryggingariðgjöld. Ekki kom fram vilji á fundinum um að breyta fyrri ákvörðun. Alexander Edwardsson benti á að innbrotstilraun hafi verið gerð hjá sér, en innbrotsþjófar hætt við þegar öryggiskerfi fór í gang.


Bárður Sigurgeirsson kynnti kort og símaskrá félagsmanna. Kortið sýnir staðsetningu lóða með númerum. Kortið og símaskráin nýtist við nágrannavörslu og eins ef vá ber að dyrum. Kortið og símaskráin verða ekki birt á heimasíðunni heldur send til félagsmanna í tölvupósti. Þeir félagsmenn sem ekki hafa sent ritara tölvupóstfang sitt eru hvattir til að gera það sem fyrst á bsig(hjá)mac.com

Árgjald samþykkt 35 þúsund

Kanínur. Óskir komu fram um að þeim sé eytt. Beint til stjórnar.

Bergþór benti á
kindur gengju lausar á svæðinu

Guðjón Jensson ræddi um veiðar. Bendir á að deyða ekki refi. Hefur komið að netum með lifandi og dauðum fuglum í. Varar við veiðiskap þar sem veiðimaður er ekki á staðnum. Áður en stíflan var byggð var ekið á eyrum þar sem fjaran er nú. Hefur áhyggjur af eyðingu vatnsbakkans.

Þórarinn Arnórsson og Bergþór Þormóðsson ræddu
hitaveitumál. BÞ telur ekki líklegt að lögð verði Hitaveita i norðan vatns í náinni framtíð.

Fleira var ekki rættt.


Bárður Sigurgeirsson

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband