Stjórnarfundur haldinn að Grenihvammi 1, Skorradal 7 júní 2014
Fundarmenn: Alexander Edvardsson, Andri Árnason, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Lára Skúladóttir, Skúli Már Sigurðsson, Svanhildur Skúladóttir


1.
Fyrsti fundur stjórnar sem haldinn er í Skorradal

2.
Ruslagámur. SS rætt við Gámaþjónustuna og landeiganda. Sennilega þarf að jarðveggskipta og leggja drenlagnir þar sem vatn situr í veginum á þessu svæði. Ræða við hreppinn um þessa framvæmd. Ákveðið að afla tilboða.

3.
Skorradalsvegur (þjóðvegur 508) er alltaf mjög slæmur þó að Vegagerðin haldi því fram að vegurinn sé góður. Þarfa að halda þeim við efnið.

4.
Brunavarnarkerfið hefur verið prófað. Landeigandi SMS, SS og hennar maður sáu um framkvæmdir. Kerfið byggir á þremur þurrlögnum sem ná frá fjöru og upp undir Skorradalsveg. Tengibrunnar eru á vatnsbakka. Lagnir eru við sinn hvorn enda svæðisins og ein í miðjunni. Kerfið var lagt af fyrri landeiganda, en aldrei prófað. Fengin var bensíndæla að láni frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Reyndist kerfið í fullkomnu lagi góður kraftur úr brunahönum. Fulltrúi slökkviliðs Borgarbyggðar lýsti yfir mikilli ánægju með kerfið. Það þarf að gæta að opnum brunnum og loka þeim. Vantar þó stúta á því kerfi sem liggur vestast.

5.
Skilti hafa sett upp varðandi eldvarnir.

6.
Gíróseðlar hafa verið sendir út varðandi árgjald

7.
Eldvarnir. Ljóst er að þörf er á dælu á svæðið. Slík dæla er tiltölulega létt og hægt að fara með hana á fjórhjóli niður á vatnsbakkann. Hins vegar ekki ljóst hver á að kaupa slíka dælu. Hugsanlegt að það lendi á félaginu. Hins vegar vantar aðstöðu fyrir dæluna. Einnig er þörf á eftirliti og gangsetja þarf dæluna mánaðarlega. Ákveðið að fresta uppsetningu myndavéla við öryggishliðin þar til ljóst er hver kostnaðurinn er við kaup og uppsetningu brunadælu.

8.
Sumarhátíð. Andri býður fram aðstöðu. Ath m tónlist. Halda um verslunarmannahelgi (föstudagur) kl 7.

9.
Nágrannavarsla. BS hefur útbúið kort og nafnalista sem verða á næstunni sendir til félagsmanna í tölvupósti. Enginn hefur hafnað þátttöku.

10. Stefnt að því að ljúka lagningu
göngustíga í sumar, þar með talið á milli Hvammsskógs 30 og 32. BS benti á að mikilvægt sé að öll skref séu stigin í góðu samráði við eigendur viðkomandi lóða og engar framkvæmdir hafnar nema í samráði við eigendur. Félagið hafi áður þurft að borga skaðabætur vegna þess að of bratt var farið í framkvæmdir annars staðar. Einnig að gætt verði meðalhófs varðandi breidd stígsins.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband