Stjórnarfundur haldinn í húsnæði KPMG við Borgartún 27
19. maí 2015 kl. 17:15

Mættir eru: Andri Árnason, Skúli Már Sigurðsson, Alexander Edvardsson, Arnar Jónsson og Svanhildur Skúladóttir

Ákveðið var að stjórnarmenn samþykki fundargerðir áður en þær eru settar á netið.

Rætt um hvenær halda á aðalfund félgsins. Ákveðið var að hann yrði haldinn þriðjudaginn 9. júní kl.17:15. Alexander ætlar að athuga með fundarstað. Svanhildur ætlar að athuga með að senda fundarboð á félagsmenn síðustu vikuna í maí. Þarf að fá nafnalista hjá Bárði.

Það vantar nýja menn í stjórn. Alexander Edvardsson vill hætta til að hleypa öðrum að og Ingibjörg Skúladóttir er búin að segja sig úr stjórninni. Athuga með nýja stjórnarmenn.
Alexander talaði um að peningar væru til hjá félaginu. Rekstrarkostnaður við hliðin er um 9000 kr á mánuði.

Snjómokstur var tvisvar í vetur. Skipt um rofa í öðru hliðinu.

Rætt um að koma nágrannavörslu í gagnið. Senda nafnalista og símnúmeralista á félagsmenn.

Allir sammála um að peningum félagsins sé betur varið í að kaupa brunadælu, frekar en að kaupa myndavél við hliðin. Skúli Már er búinn að kynna sér verð á dælum og telur að best sé að kaupa bensíndælu sem yrði staðsett við miðjubrunninn. Það þyrfti að byggja yfir dæluna og það gæti tengst tröppum sem þarf að setja neðst við göngustíg milli lóða 30 og 32 við Hvammsskóga. Bensíndæla kostar um 2 m.

Ákveðið var að prufa að setja upp lokaða Facebooksíðu fyrir sumarhúsafélagið. Svanhildur tók það að sér. Öryggisaðilar fá aðgang að síðunni, en bréf barst frá Bjarna slökkviliðsstjóra þess efnis.

Rætt hvort setja eigi umgengnisreglur á svæðinu, en fallist var á að setja frekar tilmæli til fólks á Facebooksíðu félagsins. T.d. að vera ekki með mikinn hávaða frá 10:00 til 22:00, hámarkshraði ofl.

Skorradalsvegur 506 hefur verið mjög slæmur og við þurfum að reyna að fá einhverjar úrbætur þar. Hafa samband við vegagerðina.

Rætt var um hvort félagið ætti að ganga í Landssamband sumarhúsaeigenda. Sumarhus.is, það þarf að skoða það, þar er t.d. hægt að fá lögfræðiþjónustu á betra verði.

Rætt um dagskrá aðalfundarins.

Venjuleg aðalfundarstörf og kynning á stöðu mála með göngustíginn og leitað eftir heimild vegna lögfræðiálits.

Hugmynd um hvort mætti fá undanþágu fyrir girðinu við göngustíginn
.
Rætt um bréf sem hafa borist varðandi ljósleiðara, kindur og kanínur.

Ákveðið að fá tilboð í að laga aðgengi að ruslagámnum og færa hann frá veginum. Jarðvegsskipta og drena.

Ath. Hvort þarf framkvæmdaleyfi.

Fundi slitið um kl. 18:40.

Svanhildur Skúladóttir

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband