Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda í Hvammi haldinn þriðjudaginn 09.06.2015 að Grand hóteli í Reykjavík.

Svanhildur Skúladóttir bauð fundargesti velkomna og var Andri Árnason valinn fundarstjóri.

Enginn gerði athugasemdir við fundarboð.

1. Formaður kynnti starfið á liðnu ári. Brunakerfi var prófað og virkaði kerfið vel. Einnig sett upp skilti sem banna opin eld á svæðinu.
Sumarhátíð haldin um verslunarmannahelgi.
Snjó rutt af svæði um jól og páska.
Þjóðvegur slæmur, en vegagerð ekki með áætlun um úrbætur.
Nágrannavarsla komin á koppinn. Allir eiga að hafa fengið bréf.
Göngustígur á milli 30 og 32 mikið ræddur á fundum stjórnar.

2. Kynning ársreiknings. Gjaldkeri er fjarverandi. Formaður kynnti reikninginn. Helsti kostnaður er rekstur á hliðum. Ársreikningar samþykktir samhljóða.

3. Kosning 4 stjórnarmanna: Hjördís Harðardóttir, Þórarinn Arnórsson Skúli Már Sigurðsson og Sigurgeir Bárðarson

4. Kosning 2 varamanna í stjórn. Björn Magnússon. Ekki tókst að manna varastjórn að fullu.

5. Kosning skoðunarmanna reikninga: Arnar Jónsson og Úlfar Haraldsson

6. Félagsgjald ákveðið. Gjald óbreytt. 35.000

7. Göngustígur á milli Hvammskógs 30 og 32: Svanhildur kynnti hugmyndir um göngustíg. Lagður yrðu þröngur hlykkjóttur stígur. Hörður Harðarson tók einnig til máls. Sagði stíginn valda meiri háttar raski á sinni lóð. Stígurinn liggur á hluta til á heimreið hans og beint fyrir framan aðalinngang í bústaðinn. Lagning stígsins kallar á gjörbreytt skipulag á lóðinni og hefur í för með sér mikinn kostnað. Einnig kynnti hann álit arkitekts sem segir landið undir stíginn of lítið. Hörður vitnaði einnig í kaup fyrri eiganda á lóðinni þar sem landið undir stíginn var innifalið. Hörður kynnti mál sitt með glærum sem má finna hér.

Bárður Sigurgeirsson tók til máls. Hann benti á að eystri stígurinn væri ógangfær og aldrei notaður, yfirvaxinn af lúpínu. Hann lagði til að byrjað yrði á að lagfæra hann. Einnig benti hann á að eigöngu væru 900m á milli þeirra stíga sem þegar eru fyrir hendi. Verði umræddur göngustígur lagður hefur það eingöngu í för með sér að leiðin niður að vatninu lengist um 2-2,5 mín fyrir þá sem lengst þurfa að fara. Er þá miðað við að þeir stígar sem þegar haf verið lagðir verði notaðir. Glærur Bárðar má finna hér.

Bárður lagði fram eftirfarandi tillögu.

Fyrirhuguðum framkvæmdum við göngustíg milli Hvammsskógar 30 og 32 er frestað 1 ár. Á meðan verður leitað lausna á málinu þar sem tekið skal tillit til sjónarmiða allra hagsmunaaðila.”

Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2.

8. Önnur mál. Hörður gerir athugasemdir við störf formanns sem hann telur ekki hafa gætt hlutleysis í störfum sínum.

Bergþór ræðir um brunann 2012. Skorar á nýja stjórn að reyna að leita sátt við Tryggva á Hálsum um greiðslur. Viðhald á göngustígum sem hafa verið lagðir. Skorar á nýja stjórn að koma fram með framkvæmdaáætlun.

Ursula bendir á að vernda þurfi fjöru í Hvammslandi. Fjaran er heil og ekki mikið ekið um hana.

Svanhildur bendir á facebook hóp þannig að mætti koma upp öryggisskilaboðum. Hópurinn heitir Hvammshlíð félags sumarhúsaeigenda í Hvammi. Einnig má senda póst á Svanhildi. Ræddi einnig tiltektardag.

Birgir bendir á að við hlið niður að vatninu vatnið sé hægt að setja talnalás. Leggur áherslu á að viðhalda þurfi göngustígum. Laga þarf eystri stíginn sem liggur niður að vatninu. Bendir einnig að alltaf séu rollur á svæðinu fyrir ofan vatnsveituna. Girðing á miðju fjalli liggur niðri. Má girða í kringum vatnsveitu. Auka þyrfti vatnsmagn í tönkum.

Jón Hörður landeigandi tekur undir að girðingar haldi ekki. Girðing hefur verið löguð yfir í Vatnsenda, en girðing á milli Kross og Hvamms er hriplek. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki talið ástæðu til að girða í kringum vatnsbólið vegna þess hve vatnsupptakan séu á miklu dýpi. Ekki sé ástæða til að stækka tanka nema í tengslum við framkvæmdir á nýjum lóðum. Um 30 tonn fara til spillis á ári. Sýni frá vatnsveitu hafa komið vel út og nýtt sýni verður tekið á næstunni.

Guðjón Jensson vill fara varlega í að útrýma lúpínu. Gott að planta í hana birki eða greni. Bendir á grein um lúpínu í síðasta skógræktarriti.

Hörður spurðist fyrir um hitaveitu. Er ekki á dagskrá hjá Orkuveitunni.

Fundi slitið kl 19:30
Bárður Sigurgeirsson


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband