Stjórnarfundur haldin á Café Catalina, Hamraborg 11, Kópavogi, 2. júní 2016.

Mættir:
Svanhildur Skúladóttir, Björn Magnússon, Bergþór Þormóðsson, Þórarinn Arnórsson, Sigurður Þór Ásgeirsson, Skúli Már Sigurðsson og Helga Óskarsdóttir


1. Skipting verka:
Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar sem kosin var á aðalfundi 19. maí 2016. Ákveðið að Sigurður Þór Ásgeirsson verði ritari og Bergþór Þormóðsson gjaldkeri

2. Stígur á milli Hvammsskóga 30 og 32:
Niðurstaða kosningar á aðalfundi að stígur verði lagður skv. aðalskipulagi. Ákveðið að Björn og Skúli taki málið að sér. Byrja þarf á að sækja um framkvæmdaleyfi til Skipulags- og byggingarráðs Skorradalshrepps. Stefnt að því að koma erindi inn á næstu vikum. Haft verður samráð við eigendur Hvammsskóga 30 og 32 áður en að framkvæmd kemur.

3. Vinnudagur: Á
kveðið að halda “vinnudag” þar sem félagsmenn sinni viðhaldi á göngustígum, brú og öðru tilfallandi á sameiginlegum svæðum. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Fyrsta skref er að útbúa verkefnalista og munu þeir stjórnamenn sem verða á svæðinu hittast 4. júní og gera drög að honum.

4. Sumarhátíð:
Ákveðið að halda hátíð um verslunarmannahelgi með svipuðu sniði og í fyrra.

5. Fundargerð á heimasíðu:
Ákveðið að ritari hafi samband við Bárð Sigurgeirsson, umsjónarmann heimasíðu, og fái aðgang til að geta birt fundargerðir stjórnar.Ritari
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband