Fundur stjórnar 29. apríl 2014.

Mættir: Andri Árnason, Bergþór Þormóðsson, Skúli Már Jónsson og Svanhildur Skúladóttir

Aðalfundur
• Ákveðið var að boða til aðalfundar þriðjudaginn 13. maí 2014.

Vatnsveita
• Engar breytingar hafa verið gerðar á vatnsveitunni. Hefur rekstur hennar gengið ágætlega eftir því sem við best vitum.
• Samþykkt var að stofna vatnsfélag sem færi með málefni vatnsveitunnar. Landeigandi verður að koma að slíku vatnsfélagi en það verði á hendi félags sumarhúsaeigenda í Hvammi.

Brunavarnir
• Lögð var fram tillaga að skilti sem sett verði upp rétt innan við bómuhliðin í landinu. Var tillagan samþykkt.
• Fram kom að brunahanar og lagnir að þeim hafa ekki verið prófaðar. Skúli Már taldi sig geta útvegað dælu til prófunar. Flestir vildu taka þátt í prófuninni. Skúli mun boða til prófunarinnar innan tíðar.
• Sinuklöppur hafa verið settar upp við alla bústaði þar sem náðst hefur í eigendur.

Göngustígar
• Ekki hefur verið lokið við frágang allra göngustíga. Enn er hægt að komast niður í landið á fjórhjóli um göngustíga sem liggja upp á þjóðveginn. Gera þarf ráðstafanir til að hindra aðgengi fjórhjóla inn á stígana.
• Nokkrir lækir eru óbrúaðir. Kanna þarf hvort ástæða er til að brúa þá og ganga þá í það verk.
• Komið er að viðhaldi á þeirri göngubrú sem er í notkun. Ástæða er til að borið verði á hana olíufúavörn. Andri tók málið að sér.
• Formanni falið að senda eiganda Hvammsskóga 32 erindi þar sem kynnt verða áform um lagningu göngustígs niður að vatninu eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
• Fram kom að örðugt er að komast með barnavagn upp á þjóðveginn hjá bómuhliðum þar sem steinarnir eru of þéttir. Lagt var til að þetta verði lagfært. Það var samþykkt.

Bátaskýli
• Engar upplýsingar eru um áform um byggingu bátaskýla.

Myndavélar
• Lagt var til að mál um kaup á vegmyndavélum við bómuhliðin verði tekið upp að nýju og kaupunum frestað um ótiltekinn tíma. Samþykkt var að taka málið upp á aðalfundi.

Kanínur
• Óskað var eftir því að félagið hlutist til um að kanínum í landinu verði fargað. Ekki er leyfilegt að hleypa kanínum eða neinu dýri eða dýrahópum lausum í landið. Óskað var eftir því að málið yrði kynnt á aðalfundi.

Sumarhátíð
• Lagt var til að áhugi á sumarhátíð yrði kannaður. Möguleiki er á aðstöðu í landi Andra til að koma saman. Málið verði kynnt á aðalfundi.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband