Válynd veður í apríl

Veður hafa verið heldur válynd undanfarnar vikur. Fyrst gekk yfir hve lægðin á fætur annarri með mikilli rigningu og hvassviðri. Í verstu hviðunum 10. apríl mældist vindstyrkurinn 39,3 m/s. Ekki hefur áður mælst svo mikill vindur í Skorradalnum áður. Eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan þá mælast hviður á milli 15 og 25 m/s flesta daga s.l. mánuð.

Vindhviður yfir 15 m/s mældust 22 daga 20011, en eingöngu 5 daga 2010. Mesti vindhraði var 39,3 m/s 2011, en 26,4 m/s 2010.
Hvidur_linurit
Línuritið sýnir mesta vindhraða sem mældist á hverjum degi frá 1.4 til 1.5.2011. Y-ásinn sýnir vindhviður í m/s (0-40) og x-ásinn dagsetningar.Eins og fram kemur á línuritinu lygndi skyndilega 30. apríl, en þá fór að snjóa.
Rigningar undanfarinn mánuð og mikillar leysingar hafa haft í för með sér að hækkað hefur mjög í Skorradalsvatni. Árið 2010 var heildarregnmagn í apríl 43 mm en samsvarandi tala fyrir 2011 er 204 mm. Það kemur því engum á óvart að vatnsborð Skorradalsvatns liggi hátt. Vatnsyfirborð Skorradalsvatns er tæplega 70 sm hærra 1. maí 2011 borið samn við 1. maí 2010.

Eins og sjá má á þessari mynd er vatnið “stútfullt” og nánast engin fjara. Það sem einn má sjá á myndinni er að mikil bjartsýnir ríkir meðal íbúa á Hvammssvæðinu því hér er verið að skola af verkfærum eftir að kartöflum hefur verið potað niður í jörðina.

haukur_vindur

Annars hefur verið hálfgert basl á tölvunum sem sjá um að birta okkur veðrið. Það byrjaði með því að forritið sem birtir okkur
veðrið í beinni útsendingu (sjá hér að neðan) veiktist alvarlega en er nú loksins komið á lappirnar. Enn eru þó línurit yfir veðurfar undanfarinna daga ekki rétt, en það lagast eftir því sem frá líður og fyllist á gagnagrunninn.
ibeinni

Í síðustu viku gleymdi forritið sem birtir okkur myndir á fimm mínútna fresti öllum stillingum og er nú unnið að því að setja þær inn aftur. Þess ber að geta að í sumar er áætlað að koma fyrir myndavél sem horfir yfir Skorradalsvatn og birtir myndir í mun hærri upplausn en nú eru birtar.

Þess ber þó a geta að í öllum þessum hremmingum hafa ekki tapast nein veðurgögn, enda er gagnagrunnurinn afritaður daglega.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband