Blíðviðri í kortunum

Í dag var víða hlýtt, en hlýjast reyndist vera í Borgarfirði.
Í dag var víða hlýtt, en hlýjast reyndist vera í Borgarfirði. Heiðríkja var og logn fram eftir degi. Hiti á Hvanneyri, Fíflholtum á Mýrum og Húsafelli mældist rúmlega 20 stig í dag, sem mun vera met d
hiti-290512
agsins samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Í Skorradalnum fór hitinn hins vegar hærra og mældist hæst 21,8 gr kl. 15.15. Heiðskýrt var mest allan daginn og logn eins og sjá mátti í vefmyndavélum.

roof-20120529-095723
Þegar heiðskýrt er á þessum árstíma er sólin býsna sterk og auðvelt að sólbrenna á skömmum tíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur benti á þetta í bloggi sínu svo og að gert er ráð fyrir heiðríkju í það minnsta næstu 7 daga. Það má því búast við áframhaldandi góðviðri með hlýindum og sterkri sól og því líklega best að hafa sólvörnina við

hendina. Fjölmiðlar ráku augun í þessar staðreyndir og fjölluðu um og má sjá nokkra tengla hér að neðan.

mbl.is
Akureyrarblaðið
Vísir
Viðtal á Bylgjunni við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband