Þjófar gripnir í Skorradal


Mennirnir höfðu farið inn í fjóra bústaði í Skorradal.

Lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku undir morgunn 8.11.10 tvo unga menn, sem höfðu brotist inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Skorradal og stolið talsverðum verðmætum úr þeim.

Þjófavarnakerfi fór í gang í einum bústaðanna og fór lögregla á vettvang. Þjófarnir reyndu þá að stinga af á bíl sínum, en skyndilega numu þeir staðar og tóku til fótanna og reyndu að láta sig hverfa í hópi hrossa.

Þar hljóp lögreglan þá uppi og flutti í fangageymslur. Verið er að kanna hvort þeir hafa fleiri afbrot á samviskunni. Ekki er vitað til þess að brotist hafi verið inn á Hvammssvæðinu. Eigum við ekki bara að segja að öryggishliðin hafi virkað.

visir.is sagði frá

10.11.10 - Uppfært

Tryggvi frá Hálsum tjáði okkur að hann hefði tekið að sér að fylgjast með nokkrum bústöðum og hefði farið á rúntinn eftIr að þetta mál kom upp. Kom þá í ljós að farið hafði verið inn í 2 bústaði til viðbótar sem stóðu galopnir og ískaldir. Alls var því farið inn í 4-5 bústaði á Vatnsendasvæði og álíka á Indriðastöðum. Eins og áður eru þjófarnir að leita að raftækjum, en þar eru flatskjáir vinsælastir. Við hverjum því sumarhúsaeigendir til að huga vel að bústöðum sínum.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband