Hvammur til sölu

Eftirfarandi auglýsing hefur evrið birt á vef mbl.is:

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550-3000 er með til sölu jörðina Hvamm landnúmer 134054 Skorradalshreppi. Jörðin Hvammur í Skorradal, er á einu vinsælasta sumarhúsasvæði á Íslandi. Jörðin er í dag talin vera um 320 ha en úr henni hefur verið selt land. Jörðin er um margt einstök þar sem á henni er ein elsta skógrækt að Íslandi og var hún byggð upp að hluta til af íslenska ríkinu. Jörðin er staðsett nálægt miðjum dalnum, sem er mjög gróinn á íslenskan mælikvarða og skartar einu lengsta stöðuvatni á íslandi u.þ.b. 17 km. langt. Jörðin liggur að norðurhlið vatnsins og hallar allri til suðurs niður að vatninu og er þakin háum og þéttum grenitrjám. Einstök veðursæld er á svæðinu. Stutt er í alla þjónustu og er jörðin í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þetta allt hefði gert sumarhúsabyggðina á jörðinni eftirsóknarverða ef skipulagsmál eins og landeigandi ætlaði að ná framm og markaðsaðstæður væru betri. Aðeins hluti af því skipulagi sem fyrirhugað var hefur náð fram að ganga. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Fasteignamidstodin.is / Fasteignir.is
Tilv.nr. 10-1671

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=376421

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband