Stórlax veiðist í Skorradalsvatni

Stórlaxinn var reyndar ekki lax, heldur urriði, en stór var hann. Sjá myndir hér að meðan.

Það var laugardalskvöldið 22.06.13 að Birgir Benediktsson hringdi í mig og sagði "viltu sjá stóran fisk?" og auðvitað dreif vefstjórinn sig niður að bryggju. Þá var Birgir mættur með þennan líka fallega urriða, sem sjá má hér að neðan. Fiskurinn mældist 75 sm á lengd og ummálið var 50 sm. Hvar fiskurinn veiddist er hins vegar leyndarmál vegna þess að fleiri, enn stærri urriðar lúra þar og bíða eftir að verða veiddir. Okkur tókst hins vegar ekki að finna vigt sem tók þennan fisk. Meira um það seinna. Uppfært 23.06.13: Fiskurinn vóg 15 pund.

birgir_urridi1
birgir_urridi2

birgir_urridi3

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband