Breytingar á vefmyndavélum

Samhliða uppfærslu á vefmyndavél um helgina voru nýjar vefmyndavélar teknar í notkun. Fyrri vélin horfir yfir Skorradalsvatn frá Hvammsskógum.

Seinni myndina höfum við góðfúslega fengið að láni úr vefmyndavél Grétars Haukssonar og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Vefmyndavélin er staðsett í fjöruborðinu, rétt við Skorradalsvatn. Þar er því hægt að fylgjast með vatninu í nærmynd.


Grétar hefur hannað allan búnað í kringum veina. Þannig er notuð venjuleg innimyndavél. Myndavélin fest á staur og lokuð inni í glerhjúp með hitagjafa til að halda umhverfi myndavélarinnar frostfríu umhverfi.

Þetta framtak Grétars hefur vakið töluverða athygli og nú er þannig komið að hann er að setja upp feri slíkar myndavélar fyrir aðila sem hafa pantað frá honum.


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband