Rafmagnið fór af Skorradalnum aðfararnótt 22.06

Rafmagnslaust var norðan Skarðheiðar aðfararnótt föstudagsins 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra.
Vefnum barst tölupóstur með fyrirspurn um veðurstöðina vegna þessa að á vefnum voru úreltar veðurupplýsingar. Vandamálið er að þegar rafmagnið slær út dettur veðurstöðin út og hrekkur oft ekki í gang af sjáfsdáðum þegar rafmagnið kemur aftur á. Skráningu veðurfarsupplýsiinga heldur þó áfram vegna þess að veðurstöðin gengur fyrir sólarorku, en uppfærsla á vefnum getur ekki farið fram nema að rafmagn sé fyrir hendi. Það þarf því að ræsa stöðina handvirkt til þess að hún haldi áfram að uppfæra vefinn. Þannig var því í morgun þegar rafmagnið kom aftur á í morgun. Stöðin hefur nú verið endurræst og ætti því vefurinn að uppfærast smám saman með réttum upplýsingum.
vedur_vila
Tl fóðleiks má benda á, eins og glöggur notandi tók eftir í morgun, verða stafirnir neðst á bláu myndinni rauðir þegar stöðin er ekki eða senda út gögn. Einnig verða öll línurit fljótt úrelt.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband