Góð gæði vatns og vatnsskortur

Fyrir skömmu kom í ljós að verulega var farið að lækka í safngeymum.
Heyrst hafði af vatnsskorti víða í Borgarfirði og höfðu menn því áhyggjur af þessu. Landeigandi skoðaði málið og í ljós kom að varmadæla var óheppilega tengd hjá einum sumarhúsaeigenda þannig að nánast var um sírennsli að ræða. Þessum málum hefur nú verið kippt í lag. Einnig hefur landeigandi verið að skipta um krana og ýmsa þætti varðandi lagnir. Landeigandi tók nýlega sýni úr neysluvatninu og voru niðurstöður langt innnan viðmiðunarmarka sem eru eftirfarandi:

Gerlatala við 22°C <100
Kólígerlar < 1
Saurkólígerlar < 1

Þetta eru því mjög góðar niðurstöður auk þess sem nægilegt virðist vera af vatni, jafnvel í þessari miklu þurrkatíð.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband