Vefmyndavélar uppfærðar

Við höfum lagfært myndavélina sem horfir yfir Skorradalsvatn. Vandmál kom upp í vetur þar sem móða myndaðist í myndavélarhúsinu. Þetta hafði í för með sér að myndirnar voru mjög óskýrar. Nú hefur verið bætt úr þessu auk þess sem mun betri myndir skila sér þegar skuggsýnt er.
Hér má sjá að útsýnið yfir Skorradalsvatn og Skarðsheiðina er mun skýrara en áður.
sdalsvatn
Einnig hefur verið bætt við nýrri vél sem horfir yfir Hvammshlíðina. Sú vél hefur einnig góða nætursjón. Þannig má nú fylgjast með skýjafari bæði í norður- og suðurátt.

hlidin
Aðgangur að vefmyndvélunum er undir valmyndinni "Veður" og síðan undirvalmyndin vinstra megin "Veðrið með eigin augum". Á sömu síðu má sjá myndir úr vefmyndavél Grétars Haukssonar, sem góðfúslega hefur veitt aðgang að vél sinni. Sú vél er skemmtilega staðsett í föruborðinu. Það voru smá vandamál með þá vél í vetur vegna útsláttar á rafmagni en það á að vera komið í lag. Beinn tengill á vefmyndavélar er hér.

En fallegar myndir má ekki eingöngu sjá í vefmyndavélum. Halldóra Jónsdóttir er nýr Skorrdælingur og hún sendi okkur þessa fallegu mynd þar sem hún teiknaði útsýnið úr stofuglugganum hjá sér.
halldora
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband