Nágrannavarsla - Bréf til félagsmanna

Sendur hefur verið tölvupóstur til sumarhúsaeigenda vegna nágrannavörslu. Bréfið er birt hér að neðan. Ef þú hefur ekki fengið bréfið þá höfum við ekki tölvupóstfangið þitt. Þú getur bætt úr því með því að senda tölvupóst tmeð viðeigandi upplýsingum til ritara á bsig(hjá)mac.com. Þegar að tölvupóstfangalistinn hefur verið uppfærð munum við senda út rafrænt kort af svæðinu og símaskrá til félagsmanna.

Ágæti sumarhúsaeigandi

Aðalfundur félagsins samþykkti að hefja mágrannavörslu á svæðinu. Nágrannavarsla felst í samvinnu nágranna um að gera umhverfi sitt og sumarhús öruggari. Markmiðið er að leitast við að draga úr innbrotum, þjófnaði og skemmdarverkum. Einnig getur nágrannavarsla aukið samvinnu og samskipti nágranna almennt. Nágrannavarsla er þekkt í áratugi og hefur víða verið sett upp með góðum árangri.

Útbúið hefur verið uppkast að lista yfir sumarhúsaeigendur með símanúmerum og tölvupóstföngum, þannig að auðvelt sé fyrir fólk að hafa samband sín á milli. Þetta getur verið mikilvægt ef grunur er um innbrot eða ef aðra vá bera að dyrum og skyndilega þarf að hafa samband við fólk. Þátttaka í verkefninu er þó undir hverjum og einum komin. Upplýsingar um símanúmer eru fengnar frá félagsmönnum sjálfum og úr símaskrá. Einnig hefur verið útbúið kort af svæðinu með götunöfnum og lóðanúmerum.

Þegar við höfum uppfært símaskrána sendum við út nýjan tölvupóst þar sem fylgir kort af svæðinu þar sem merkt eru inn sumarhús og lóðir.

Einnig mun fylgja listi með símanúmerum félagsmanna. Ef ágallar eru á skráningunni, eða ef þú óskar ekki eftir að taka þátt í verkefninu, vinsamlegast látið undiritaðan vita.

Ef ekki berast athugasemdir verður listinn sendur félagsmönnum. Ætlast er til að félagsmenn fari með listann sem trúnaðarmál.

Einnig má telja að mikilvægt að til sé listi með tölvupóstföngum ef koma þarf mikilvægum skilaboðum til félagsmanna.

Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í “dalnum góða”

Bárður Sigurgeirsson ritari

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband