Ofurmáni

Svokallaður ofurmáni var á næturhimninum aðafararnótt 06.05.2012. Ofurmáni (e. supermoon) verður þegar tungl er fullt og það er á sama tíma næst jörðu á sporbaugi sínum. Tunglið er því um 14% stærra á næturhimninum og 30% bjartara en gengur og gerist á fullu tungli þetta árið.

Ingibjörg Skúladóttir sendi okkur þessar fallegu myndir sem eru teknar ofarlega á Hvammssvæðinu. Á fyrri myndinni má sjá mánann fyrir ofan Dragfellið.

tungl3

tungl2

Vefstjóri kíkti á myndir úr vefmyndavélinni frá s.l. nótt en þar var engar tunglmyndir að vinna. Tunglið lét hins vegar sjá sig fyrir framan vélina nóttina áður og læt ég eina slíka fylgja með.
tungl1
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband