Þjófagengi grunað um innbrot í Skorradal handtekið

Fréttavefur Mbl.is greinir frá því í dag að þrír menn hafi verið handteknir grunaðir um innbrot og þjófnaði í Skorradal og nærsveitum að undanförnu. Mennirnir voru handteknir í Reykjavík í gærkvöldi og verða þeir yfirheyrðir í dag. Er um að ræða tvo útlendinga og einn Íslending. Mennirnir eru m.a. grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum í Skorradal í fyrrinótt, en að sögn lögreglu er eitt þeirra komið í leitirnar,” segir í frétt mbl.is. Tíðir þjófnaðir hafa verið í Skorradal að undanförnu og hafa alls 15 tilkynningar borist lögreglu frá 25. apríl síðastliðnum. Stolið hefur verið sjónvarpstækjum, fjórhjólum og öðrum tækjum að verðmæti á aðra milljón króna. Félag eigenda sumarhúsa í Hvammslandi hefur hvatt eigendur húsa þar til að koma sér upp eftirlits- og þjófavarnarkerfi og hvetur auk þess fólk til að stunda nágrannavörslu; láta vita um allar grunsamlegar mannaferðir.

Frétt af www.skessuhorn.is
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband