Vatnsbólið komið í lag

Viðgerðum á vatnsbóli er lokið fyrir all nokkru. Hinn 6. júlí s.l. tók Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þrjú sýni vvatnsbólil fyrir frístundabyggð í landi Hvamms í Skorradal. Niðurstöður bárust í dag. Tekin voru sýni frá aðallögn upp í fjalli, ,,aukalögn“ uppi í fjalli og síðan úr yfirfalli safngeyma ofan við þjóðveg.

Öll sýni sem voru tekin uppfylltu ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001, en þar eru viðmiðunarreglur eftirfarandi:

Gerlafjöldi við 22°C í ml < 100
Kólígerlar í 100 ml < 1
E-Kólí í 100 ml < 1

Allur kostnaður við viðgerðir á vatnsveitunni og sýnatöku var greiddur af landeiganda.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband