Göngustígar og lausaganga hunda

Borist hefur bréf frá sumarhúsaeiganda:
Nú er útlit fyrir að það á að hressa upp á göngustíga í Hvammslandi og er það gott sumstaðar þar sem er mjög blautt eða óslétt. En mín ósk er að það verði farið mjög fínt í þetta og ekki búnar til einhverjar hraðbrautir sem jafnvel hlaða að fólk á vélknúnum ökutækjum. Til dæmis er stígurinn fyrir ofan lóð 16 í Hvammsskóginum mjög fallegur, algróinn og rómantískur. Miður væri að hrófla við hann. Gott þætti mér að allar göngustiga yrðu lokaðir á báðum endum með staur og skilti sem bendir á að akandi umferð er ekki æskileg.

Svo ætla ég að biðja hundafólkið að hafa hunda sína í bandi. Ekki kæra sig allir um að hreinsa hundaskít af lóðunum sínum. Og á varptíma fugla ætti þetta að vera sjálfsagður hlutur.


Málið var rætt á stjórnarfundi 07.042010 ,sttjórnarmenn tóku undir hugmyndir varðandi stíga og að þeir verði bannaðir fyrir vélknúin ökutæki. Sjálfsagt er þó að nýta þá ef menn þurfa að koma tækjum að lóðum sínum vegna framkvæmda.

Varðandi hundana er erfitt að banna algjörlega að hundar séu ekki bundnir ef þeir eru á göngu með eiganda sem hefur á þeim stjórn. Sama gildir um lausa hunda á lóðum eiganda sem halda sig þar. Þeim tilmælum er beint til hundaeigaenda að taka tillit til þess sem fram kemur í ofangreindu bréfi og gæta þess að lausir hundar séu ekki að valsa um svæðið.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband