Vatnshæð Skorradalsvatns hækkar ört - uppfært 09.10

Það er rétt að minna á að um þessar mundir hækkar yfirborð Skorradalsvatns ört.
vatsnshaed01

Vefstjóra brá í bún þegar hann kíkti á vefmyndavélina sem er staðsett í fjöruborðinu. Kom þá í ljós að vatnið þarf ekki að hækka mikið til að kækja í litla gúmmíbátinn hans.
Þegar skoðað er línurit yfir breytingar á vatnshæð Skorradalsvatns, kemur í ljós að vatnið hefur hækkað um 70 sm s.l. 2 vikur
vatsnshaed02

Það er því líklega rétt fyrir þá sem eiga báta eða bryggjur í fjöruborðinu að huga að þeim á næstunni. Tengill á síðu þar sem fylgjast má með vatnshæð Skorradalsvatns er á forsíðu.

09.10.11: Eftri rigningarar um helgina hefur vatnsyfirborðið hækkað um 80 sm og er nánast öll fjara horfin.

fjara_0996

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband