Bréf frá sumarhúseiganda - Kanínur, aðalfundur o.fl.

Vefnum barst í dag þetta ágæta bréf frá sumarhúsaeiganda. Bréfið er brit óbreytt hér að neðan.
Takk fyrir mjög áhugaverðan fund nú í dag. Ég var ekki í dalnum þennan örlagaríka dag s.l.laugardag, etv. sem betur fer, en þá voru sonur minn og fjölsk. í bústaðnum sem hefur ugglaust komið að betri notum þarna, en við hefðum gert gömlu hjónin að xxxxx.

En tvær sögur vil ég segja sem tengjast veru okkar í þessum yndislega dal okkar, en fyrst þetta, ég þekki dalinn mjög vel, þar sem ég var í skógrækt á Stálpastöðum þegar ég var 15 ára, nú er ég 72.

Sú fyrri tengist kanínum sem ég vildi óska að félagið tæki föstum tökum. Minnumst Öskjuhlíðar og Vestmannaeyja (ekki bara lundinn sem grefur). Fyrir ca. tveim árum voru kanínur mjög skæðar í nágrenni við mig. Svo skæðar,að ég gerði mér ferð á hendur að Grund til að hitta hreppstjórann og bað hann lengstra orða að banna kanínur í Skorradal. (Mjög barnalegt). Ég var svo pirruð út í þessi skaðræðisdýr að ég heimsótti margar gæludýrabúðir á höfuðborgarsvæðinu,hringdi í aðrar og spurði um kanínugildrur ! Engar til, enda gæludýrabúðir.Sá á netinu hvernig búa átti til gildrur,en svo hurfu kanínurnar allt í einu,og ég gleymdi að fylgja þessu eftir. En nú eru þær komnar aftur,svo um munar. Það sem er mér óskiljanlegt, er að, fólk sem segist elska gróður og gróðursetur í gríð og erg, skuli svo sleppa svona dýrum, sem svo eyðileggur gróðurinn ! Skrítið.
sdvatn

Seinni sagan er eiginlega svolítið fyndinn,þó mér væri ekki hlátur í huga þá. Hliðin voru ný komin upp. Við komum í dalinn seinni part dags um vetur,höfðum að orði að nú væri enginn í dalnum, eins og svo oft þegar við komum í miðri viku. Nema smiðir að byggja nýtt hús upp við hlið. Líða fer að kvöldmat,öll ljós kveikt hjá okkur og öll gluggatjöld dregin fyrir. Tek mér hníf í hönd,þann beittasta og stærsta í húsinu, bý mig undir að skera niður skinku ! Bankað á eldhúsgluggann, við sem vorum ein í dalnum að við töldum! Ég fraus, með hnífinn í höndunum og kallaði, hvað á ég að gera það er bankað á gluggann ? Dragðu upp manneskja sagði ektamaðurinn og slökktu ljósið,ég skjálfandi á beinum gerði svo, tveir menn stóðu úti fyrir með vasaljós,ég með hnífinn. Þeir bentu og potuðu út í loftið,reyndu að gera sig skiljanlega,maðurinn minn benti þeim að koma að útidyrum. Ég: En þeir eru tveir. Hann fór út. Þetta voru þá smiðirnir í nýja húsinu,töluðu ekki ensku,batteríis laus síminn þeirra, svo þeir komust ekki út um hliðið með bílinn sinn. Daginn eftir veifuðu þeir brosandi til okkar,svo við höfðum að orði,að nú værum við búin að fá bestu varðhunda í heimi. En svo kveikir eigandi hússins í rakettu í íslenskri sveit á þessum árstíma.Leiðir hugann að því,ekki tala allir íslensku í dalnum,sms þarf líka að vera á ensku.

Að síðustu, grafreitur Bjarna Jónssonar frá Hvammi og konu hans, þess sem orti vísuna á heimasíðu ykkar,
er að Fitjum, veit að branabarn hans kemur þangað á hverju sumri til að hlú að grafreitnum.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband