Bilun á vefmyndavél

Borist hafa nokkrar athugasemdir um að vefamyndavél sem horfir yfir Skoorradal sé biluð. Það er rétt, en það stendur til bóta.
Ég hefi kíkt á vefmyndavélina reglulega í mörg ár. Þetta hefur ollið því að ég veit nákvæmlega hvernig veðrið við vatnið er áður en ég legg af stað sem mér finnst mjög gott. Að vísu hefur veðrið í sumar valdið mér vonbrigðum en það er ekki vefmyndavélinni þinni að kenna. Nú hlakka ég mikið til að fá vefmyndina aftur ef þú ákveður að koma henni í lag.

Rétt er það. Vélin bilaði um miðjan september. Myndin sem birtist á vefsíðunni er síðasta myndin sem barst frá vefmyndavélinni. Nú hefur verið fjárfest í nýrri vefmyndavél og verður hún sett upp á næstu dögum. Einhverjir muna einnig eftir myndavél Grétars Haukssonar sem stóð niður við vatnið þannig að hægt var að fylgjast með vatnshæð Skorradalsvatns. Grétar er fluttur af svæðinu og því stendur aðgangur af þeirri vél ekki lengur til boða. Nú stendur til að ráða bót á þessu og er samhliða unnið að uppsetningu vefmyndavélar við vatnið sem mun horfa yfir fjöruna og í vestur fram vatnið. Reiknað er með að uppsetningu ljúki í þessari eða næstu viku.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband