Kallt í Hvammi

Það kom á óvart hve kallt var í Hvammi mánudagskvöldið 19 nóvember, en þá mældist 10 stiga frost í Hvammi.
Það merkilega er að aðliggjandi veðustöðvar sýndu mun hærri hita. Þannig var hitinn í Svínadalnum einungis -1 gráða og í hæstu hæðum, bæði í Skarðsheiðinni og Botnsheiðinni -6 gráður. Á Hvanneyri var 8 stiga frost en 13 stiga frost á Húsafelli. Þó það væri kallt var fallegt um að litast, tunglið óð í skýjum og speglaðist í vatninu (myndin tekin úr vefmyndavélinni)
tungl_kallt

Eins og oft má sjá þegar kallt er í lofti eru miklar stillur eins og sjá mátti næsta dag (enn úr vefmyndavélinni). Það má þó ekki sjá með vissu hvort vatnið lagði í nótt.


Stilla
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband