Vegaslóðum lokað fyrir bílaumferð

Samkvæmt stjórnarfundi þann 19. október var samþykkt að loka vegaslóðunum sem liggja niður að vatninu, bæði vestast og austast  í Hvammslandinu.

Eins og sést á myndum er um að ræða staura og keðju á milli. Keðjan er læst öðrumegin með talnalás. Tölurnar sem þarf til að opna lásana fást uppgefnar hjá stjórnarmönnum félagsins.

Ástæða þess að þetta er gert, er m.a. ósk Slökkviliðs Borgarfjarðar og að þarna sé ekki óæskileg umferð. Þetta er semsagt öryggisatriði.

Þessir vegaslóðar eru eingöngu hugsaðir sem göngustígar og síðan aðgengi fyrir slökkvilið, þegar það þarf á að halda. Undantekning er gerð þegar eigendur sumarbústaða þurfa að fara með báta eða vinnuvélar niður að vatninu.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband