Lögreglan stendur í ströngu

| mbl.is | 2.6.2010 | 22:42Lögreglumenn frá Akranesi og Borgarnesi hafa staðið í ströngu í dag og hafa flestallir lögreglumenn frá báðum stöðum verið við störf.  Bíll frá sérsveit ríkislögreglustjóra tók að sér eftirlit og útköll í umdæmunum um tíma í dag svo heimamenn gætu sinnt þeim verkefnum sem leysa þurfti.
Fjórir í haldi vegna innbrota í sumarbústaði
Í gærkvöldi var maður handtekinn vegna gruns um innbrot í sumarbústað í nágrenni Akraness.  Þrír til viðbótar voru svo handteknir vegna sama máls í dag.  Við yfirheyrslur vaknaði grunur um að mennirnir væru einnig viðriðnir innbrot og skemmdarverk í fleiri bústöðum í Borgarfirði.  Eru mennirnir grunaðir um innbrot í liðlega 30 sumarbústaði.  Einn, sá er handtekinn var í gær, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á næsta mánudag á tíunda tímanum í kvöld. 

af mbl.is

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband