Göngustígar á Hvammssvæðinu

Eftir að hafa rætt þetta mál á mörgum stjórnarfundum hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja göngustíga skv deiliskipulagi. Einnig ligur fyrir samþykkt aðalfundar um lagningu umræddra stíga. Göngustígar verða lagðir skv.gildani deiliskipulagi. Um er að ræða svæðið sem tengir vestari hluta Hvammsskóga við eystri hlutann og einnig tengingu á milli Hvammskóga ,Furuhvamms og Grenihvamms. Á næstunni mun verða haft samband við þá lóðareigendur sem eiga lóðir sem liggja að þessum stígum til tryggja rétta lagningu stíganna. Hér að neðan má sjá yfirlitskort af svæðinu.

Stígarnir eru fletsir gamlir þjónustustígar frá tímum skógræktar á svæðinu, þannig að ekki þarf að fella nein tré til að leggja stígana sbr. myndina hér að neðan. Hins vegar eru þeir ansi óslettir, blautir í vætutíð og stundum erfiðir yfirferðar.

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband