Brunalagnir á Hvammssvæðinu í góðu lagi

Brunalagnakerfið hefur verið prófað. Skiptar skoðanir hafa verið á því hvort kerfið sé í lagi. Landeigandi, Skúli Már Sigurðsson, Svanhildur formaður og hennar maður sáu um framkvæmdir.

Kerfið byggir á þremur þurrlögnum sem ná frá fjöru og upp undir Skorradalsveg. Tengibrunnar eru á vatnsbakka. Lagnir eru við sinn hvorn enda svæðisins og ein í miðjunni. Kerfið var lagt af fyrri landeiganda, en aldrei prófað. Fengin var bensíndæla að láni frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Reyndist kerfið í fullkomnu lagi góður kraftur úr brunahönum. Fulltrúi slökkviliðs Borgarbyggðar lýsti yfir mikilli ánægju með kerfið. Það þarf að gæta að opnum brunnum og loka þeim. Vantar þó stúta á því kerfi sem liggur vestast.

Mikilvægt er að dæla sé fyrir hendi á svæðinu, sem sé hægt að nýta við bruna.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband