Fallegt veður í Skorradal um helgina

Það var fallegt veður í Skorradal s.l. laugardag. Vefstjóri brá sér í smá túr í fallegu haustveðri s.l. laugardag. Haldið var í kringum Skorradalsvatn.
Vegurinn við syðri hluta vatnsins, sérstaklega frá Vatnshorni að Skátaskálanum er ekki sérlega góður. Ég mæli ekki með að menn reyni að aka þann hluta nema á góðum jeppum eða fjórhjólum. Semmtilegast er þó að ganga. Nokkrar myndir úr ferðinni má sjá hér að neðan.

Það eru margir fallegir fossar í Fitjaá. Einn þeirra er Keilufoss sem er á móts við bæinn Sarp. Sjá myndina hér að neðan. Urriðinn gengur ekki upp fyrir þennan foss. Sagan segir að hylurinn fyrir neðan fossinn hafi alltaf verið fullur af fiski, en ekki mátti veiða meira en sér til matar. Vinnurmaður einn mun hafa gert það og síðan hefur ekki sést branda í hylnum.
keilufoss
Við austurenda Skorradalsvatns, við bæinn Vatnshorn rennur Fitjaá út í vatnið en það telst vera ósasvæði Fitjaár eða hinar eiginlegu „fitjar“. Talið er að margir fuglar, m.a. himbrimi verpi á þessu svæði. Yfirlitsmynd yfir þetta svæai má sjá á myndinni hér að neðan og einnig á myndbandi fyrir þá sem nenna að horfa á það.
fitjarÓsar Fitjaár

Sunnudagurinn var hins vegar frekar drungalegur og mjög lágskýjað eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þar sem Skarðsheiðinn er hulin skýjum. Á myndinni má sjá neðsta hluta Geldingadraga og Stóru-Dargeyri, en annað er hulið skýjum.
stdrageyri

Eins og oft vill vera hanga skýin utan í Skarðs- og Botnsheiðinni og Skorradalsás eins og sjá má á myndun her að neðan.
sdvestur
Horft í vesturátt
sdvatnaustur
Horft í austurátt

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband