Brenna um verslunarmannahelgi

Í lögum félagsins segir m.a. um hlutverk þess "að standa fyrir árlegri sumarhátíð félagsmanna í því skyni að efla kynni þeirra og fjölskylda þeirra og auka samheldni innan félagsins". Þessi liður hefur verið uppfylltur með árlegu brennuhaldi fyrir neðan Hvammsbæinn um verslunarmannahelgina.

í fyrra var haldinn sameiginlega brenna allra félaga við vesturenda vatnsins. Þátttaka af Hvammssvæðinu var sæmileg, en mun minni en þegar brennan var haldinn fyrir neðan Hvammsbæinn.

Ljóst er að ekki verða veitt leyfi fyrir öðru brennuhaldi en við vesturenda vatnsins, enda ekki líklegt að íbúar á Hvammssvæðinu hafi áhuga á brennuhaldi þar eftir reynslu eftir gróðureldanna um páskana. Einnig hefur komið fram að í það minnsta ætla íbúar á Fitjum ekki að taka þátt í sameiginilegu brennuhaldi í ár.

Því er fróðlegt að heyra skoðun íbúa á Hvammssvæðinu varðandi verslunarmannahelgina. Stendur hugurinn til sameiginlegs brennuhalds við vesturenda vatnsins, vilja menn halda sumarhátíð á svæðinu án brennu, eða eru ekki forsendur til sameiginlegrar hátíðar á þessum tíma? Gott væri að heyra frá félagsmönnum. Senda má athugasemdir til ritara á: bsig(hjá)mac.com


© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband