Heimasíða styrkt af eMax.

Kostaður við heimasíðu félagsins, er ekki mikill, einungis um 8000 á ári sem er kostnaður við vistun síðunnar. Hins vegar hefur verið nokkur kostnaður við að koma gögnum frá veðurstöð til vistunaraðila. Gögn frá veðurstöð eru uppfærð á 2-5 mínútna fresti allan sólarhringinn. Sama gildir um myndir úr veðurmyndavél. Í gögnum veðurstöðvar er mikið af línuritum, sem taka svolítið pláss. Þó að ekki sé um mjög mikil gögn í hvert skipti, safnast þegar saman kemur. Til að koma gögnunum á til vistunaraðila síðunnar hefur verið notuð 3G tenging frá Símanum og notar vefstjóri þá tengingu einnig til persónulegra nota þegar hann dvelur í Skorradal. Því miður hefur fyrirferð veðurgagnanna verið það mikil að vefstjóri hefur þurft að greiða rúm 20 þúsund á mánuði fyrir tenginguna. Þessi kostnaður hefur ekki lent á félaginu, heldur hefur vefstjóri greitt hann sjálfur.

Nú hefur eMax ákveðið að kosta þessa tengingu, en fengið í staðinn auglýsingu á forsíðu. Vill vefstjóri þakka eMax kærlega fyrir og jafnframt hvetja menn til að versla við eMax varðandi internettengingar í Skorradal. Það eykur líkurnar á að hægt sé að halda úti vefmyndavél og veðurfarsupplýsingum til framtíðar. Þess má geta að allar veðurfarsfarsupplýsingar hafa farið um tengingu frá eMax frá miðjum ágúst.

Að sögn þeirra eMaxmanna er eMax tenging yfirleitt mun hagstæðari en 3G tenging. Þar munar mestu að ekkert er greitt fyrir innlent niðurhal hjá eMax á meðan greitt er fyrir alla traffík, í báðar áttir hvort sem er innanlands eða utan þegar notuð er 3G tenging. Hraði er sambærilegur. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef menn nota tenginguna fyrir símtöl, útvarp, vöktun og eða vefmyndavélar. Einnig býður eMax upp á sérstakar sumarhúsatengingar, þar sem greitt er venjulegt verð yfir sumartímann, en yfir vetrarmánuðina mun lægra verð þó tengingin sé virk allan tímann.

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi eMax eða panta sér tengingu má finna nánari upplýsingar á heimasíðu eMax. Tengill er hér að neðan.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband