Öryggishliðin komin upp

Öryggishliðin voru sett upp í dag. Til þess að opna hliðin þarf að hringja í ákveðin númer. Sérstakt númer er fyrir austurhliðið og annað fyrir vesturhliðið.

Númer sumarhúsaeigenda hafa verið mötuð inn í hliðin. Þannig er ekki nóg að hringja í rétt númer, heldur verður að hringja úr númeri sem hefur verið skráð í gagnagrunn hliðanna. Ekki má vera slökkt á númerabirtingu í símanum sem þú hringir úr.

Eftir að liðið hefur verið opnað líður ein mínúta þangað til hliðið lokar sér aftur. Skynjarar eru í hliðinu, þannig að ef bílinn er kominn inn í hliðið lokar það sér ekki fyrr en bílinn er kominn í gegn. Hliðið lokar sér síðan 2 sekúndum eftir að bílinn er kominn í gegn. Ef þú ert í vandræðum með hliðin skaltu hafa samband við Birgi eða Skúla (símanúmer hér á síðunni undir “Félagið”)
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband