Gróðureldar í Skorradal - Skrifborðsæfing

Ríkislögreglustjóri og aðrir viðbragðsaðilar í Borgarfirði héldu umfangsmikla skrifborðsæfingu síðastliðinn miðvikudag. Á æfingunni var líkt eftir miklum gróðureldum í Skorradal.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var tilgangurinn að æfa lokadrög viðbragðsáætlunar vegna elda í Skorradal sem heimamenn hafa unnið að. Á æfingunni komu í ljós nokkur atriði sem má uppfæra í áætluninni en farið verður í þá vinnu á næstu dögum.

Í kjölfar þess verður hægt að undirrita áætlun og gefa út.

Að sögn lögreglunnar voru heimamenn í Skorradal afar ánægður með æfinguna og var mikill hugur hjá öllum viðbragðsaðilum um að halda fleiri æfingar þar sem reynir á samstarf og samhæfingu allra viðbragðsaðila.
grodureldar

Ríkislögreglustjórinn,Lögreglustjórinn í Borgarnesi og Dölum, Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala og Slökkvilið Borgarfjarðar hafa nýlega gefið út drög að "Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal". Skjalið er 55 síður og inniheldur texta og kort af svæðinu. drögin eru dagsett 08.02.2013.

Skjalið má nálgast hér.

Á vefsíðu ríkislögreglustjóra má lesa eftirfarandi um tilgang ofangreindrar viðbragðsáætlunar:

Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna gróðurelda, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma.

Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við gróðureldum í Skorradal og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.
Lögreglustjórinn í Borgarnesi, almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala og slökkvilið Borgarbyggðar, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, bera ábyrgð á virkni áætlunarinnar og þessir aðilar vinna saman að uppfærslum og lagfæringum á henni en ritstjórn er á ábyrgð almannavarnadeildar. Áætlunin skal uppfærð árlega m.t.t. mótvægisaðgerða sem lagðar eru til í 13. kafla. Boðunarlista hjá Neyðarlínunni skal uppfæra eins oft og þörf krefur og eigi sjaldnar en árlega.

Á sama hátt skal lögreglustjórinn í Borgarnesi, almannavarnanefnd Borgarbyggðar og slökkvilið Borgarbyggðar, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, beita sér fyrir því að allir þættir áætlunarinnar séu æfðir að minnsta kosti á fimm ára fresti. Einnig skal stuðla að reglubundnum æfingum einstakra verkþátta


mbl.is og visir.is sögðu frá

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband