Boðkerfi Almannavarna prófað kl 13 16.6 og umfjöllun um hættu á gróðureldum

Um þessar mundir vinnur Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala ABD að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal. Vel sóttur fundur um þau málefni var haldinn fimmtudaginn 14.06. Vefstjóri sat fundinn, en mun skýra frá honum síðar.

Laugardaginn 16.06 verður boðunarkerfi hins vegar prófað. Tölva skynjar hvaða GSM símar eru í Skorradal og verður þeim öllum send stutt SMS skilaboð. Tilgangurinn er að kanna hvort slík boð berast. Þeir sem mótttaka boðin þurfa ekki að bregast við þeim á nokkurn hátt, eins og t.d. með þvi að svara boðunum. Tölva mun sjálfkrafa nema hverjir fá boðin.

Í framhaldi af ofangreindum fundi hefur nokkuð verið fjallað um hættu á gróðureldum í SKorradal. Sjá nokkra tengla hér að neðan.


Umfjöllun Vísis og Stöðvar 2.


Uppfært kl 14. Svona litu boðin út:
sms_alm
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband