Þjófagenginu sleppt eftir yfirheyrslur


Mönnunum þremur, sem lögreglan í Borgarnesi handtók í Reykjavík um miðnætti í fyrrakvöld, var sleppt í gærkvöldi eftir að teknar voru af þeim skýrslur. Málið er enn í rannsókn.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum á bæ í Lundareykjadal (hér er farið rangt með, bærinn er í Andakíl) og um innbrot í 15-20 sumarbústaði í Borgarfirði að undanförnu þar sem talsverðu af munum var stolið. Eitt fjórhjólanna var í fórum mannanna.


frétt af mbl.is 16.05.2010
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband