Brennur um verslunarmannahelgi og öryggismyndavélar

Vefstjóri sat fund 8. júlí 2012. Fundurinn var haldinn á Fitjum og voru boðaðir formenn og stjórnarmenn sumarhúsafélagann í Skorradal. Einnig var hreppsnefnd boðuð , landeigendur og slökkviliðstjóri.
Vefstjóri sat fundinn fyrir hönd okkar félags.
Fundinn sátu:

Landeigendur:
Jón A. Guðmundsson, landeigandi Fitjum
K. Hulda Guðmundsdóttir, landeigandi Fitjum og hreppsnefndarmaður
Jón Hörður Hafsteinsson, landeigandi Hvammi
Pálmi Ingólfsson, landeigandi Hálsum
Embættismenn
Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps
Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri
Fulltrúar sumarhúsafélaga
Sæmundur Benediktsson (Fitjahlíð)
Jóhannes Sigfússon (Dagverðarnes)
Páll Þorgeirsson (Dagverðarnes)
Bárður Sigurgeirsson (Hvammur)
Jónína Símonardóttir (Vatnsendahlíð)
Eva Hildur Kristjánsdóttir (Vatnsendahlíð)
Ágúst Gunnarsson (Hálsaskógur)
Kristinn Bjarnason (Indriðastaðir)
1. Brennur


Sú umræða sem þar fór fram var í samræmi við það sem kom fram á almennum fundi um gróðurelda 14.06.2012.
Sjá nánar fundargerð vefstjóra frá þeim fundi. Slökkviliðstjóri lagði áherslu á hættu sem er í því fólgin að hafa margar brennur í Skorradal eins og oft hefur verið um verslunarmannahelgi. Rædd var sú hugmynd sem áður hefur komið fram að halda samaeiginlega brennu við vestari enda vatnsins. Hjá slökkviliðstjóra kom fram að slökkviliðið myndi leggja til slökkvibíl til að fylgjast með og að lokum að slökkva í brennunni.

Almennt var tekið vel í þessa hugmynd. Verktaki yrði fenginn til að sjá um alla framkvæmd. Einnig kom fram sú hugmynd að lagferðabílar keyrðu um dalinn þetta kvöld og flyttu farþega til og frá brennu. Formönnum sumarhúsafélaga var falið að útfæra þessar hugmyndir nánar. Fulltrúar félagsins í Dagverðarnesi áskyldu sér rétt til að sína brennu í ár, enda væri skipulagning vel á veg komin. Ætla þó að kanna nánar hjá sínu baklandi.

2. Öryggismyndavélar


Hugmyndin er að koma upp öryggismyndavélum við alla vegi sem liggja í Skorradal. Vélarnar verðar settar upp af Securitas en vistaðar hjá lögreglu. Sveitarfélagið mun greiða helming af kostnaði við uppsetningu, en sjá síðan um kostnað sem hlýst af viðhaldi.

Öll félögin eru sammála um ágæti þessa máls. Dagverðarnessfélagið á eftir að taka málið formlega fyrir á fundi hjá sér, en þar hafa verið settar upp öryggisvélar við hvern afleggjara. Bent var þó á að bæði þessi verkefni bæta hvort annað upp Oddviti greindi frá því að beðið er leyfis Persónuverndar og að stefnt er að því að vélarnar verði komnar upp fyrir haustið.


Við ritun þessarar fréttar var stuðst við minnispunkta vefstjóra og fundargerð K. Huldu Guðmundsdóttur
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband