Læknablaðið birtir niðurstöður mælinga á styrk sólarinnar í Skorradal

Samkvæmt grein sem birtist í Læknablaðinu í dag er sólin oft sterk á Íslandi. Mælingarnar fóru fram í Skorradal á Vesturlandi sumarið 2010. Í þessum greinum er fjallað um mælingar á útfjólubláum stuðli (ÚF-stuðull, UV-index). ÚF-stuðull er birtur í rauntíma á forsíðu og veðursíðu.

Nánari upplýsingar um hvernig nýta má sér ÚF-stuðul er að finna á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar.
Sjá nánar hér.

Mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Í niðurstöðum rannsóknar sem birtast í Læknablaðinu kemur fram að á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni.

Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta hefti Læknablaðsins, en það voru læknarnir Bárður Sigurgeirsson og Hans Christian Wulf yfirlæknir Húðlækningadeildar Bispjeberg sjúkrahússins í Kaupmannahöfn sem hana framkvæmdu.

Rannsóknin miðaði að því að kanna styrk roðavaldandi geisla sólarinnar hér á landi og fóru mælingar frá á tímabilinu apríl til september á síðasta ári. Notaður var útfjólublár ljósnemi sem nemur aðeins roðavaldandi geisla. Nemanum var komið fyrir í Skorradal þannig að skuggi gat ekki fallið á hann frá aðliggjandi trjám eða öðru í umhverfinu.

Mælieiningin sem er notuð til að kanna hversu sterk sólin er og líkur á að fólk brenni kallast staðlaður roðaskammtur. Fjöldi staðlaðra roðaskammta sem sólin gefur frá sér á tímaeiningu er mælikvarði á hve mikið geislamagn sá sem er úti í sólinni í þann tíma hefur fengið á sig.

Í greininni segir um meðalmanninn:

Í byrjun sumars þolir dæmigerður Íslendingur með venjulega húðgerð 4 staðlaða roðaskammta á sólarhring. Síðar um sumarið hefur húðin dökknað og þykknað og þá hækkar talan upp í 5-6. Hjá þeim sem þola sólina illa eru samsvarandi tölur 1 og 2 roðaskammtar, en eftir það fer húðin að brenna.

Niðurstöður úr mælingu 2010. Í júní mældust að meðaltali 20 roðaskammtar á dag, en það var sólríkasti mánuðurinn:

Ef gert er ráð fyrir að einstaklingur í fríi sé úti í 8 klukkustundir á sólríkum degi, fari út klukkan 10, taki sér hvíld á milli 12 og 13 og sé síðan úti til klukkan 18, má áætla fjölda staðlaðara roðaskammta á slíkum degi. Miðað við þessar forsendur er um 24 staðlaða roðaskammta að ræða á sólríkustu dögunum, sem er nálægt fimmfaldur sá skammtur sem þarf til að húðin roðni. Ef miðað er við einstakling sem er í vinnu og tekur golfhring frá kl. 15-19 fær hann á sig 10 SRS, eða tvöfaldan þann skammt sem þarf til að sólbrenna.

Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn.

Undanfarin ár hefur húðkrabbamein verið mikið í umræðunni, enda hefur tíðni húðæxla í heild tvöfaldast á síðustu tíu árum. Hefur þessi aukning jafnan verið tengd við aukna notkun ljósabekkja, en í greininni kemur fram að minna hafi verið vitað um tengsl aukningarinnar við sól hérlendis. Sólargeislar hafi oft verið taldir veikir hérlendis í samanburði við önnur lönd, en sú fullyrðing hafi ekki verið byggð á gögnum:

Rannsókna er þörf á sólvenjum Íslendinga áður en hægt er að fullyrða um hve mikinn þátt sólin á Íslandi á í háu nýgengni sortuæxla hérlendis.

Það skal þó tekið fram að sumarið 2010 var óvenjugott á Íslandi. Júní var mjög sólríkur og hitamet voru slegin, en sumarið hefur ekki verið jafngott í ár. Það er því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Samfelldar mælingar margra ára þurfa að liggja fyrir áður en hægt er að leggja endanlegt mat á styrk sólarinnar á Íslandi. Þá hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á hegðun íslendinga hér á landi á sólríkum dögum og þyrftu slík gögn einnig að liggja fyrir, til að áætla hve mikla sól hinn dæmigerði Íslendingur fær á sig að sumarlagi.

www.pressan.is

Fjallað var um málið í kvöldfréttum útvarps 11.07.2011Stöð 2 fjallaði um málið 11.07.2011


Smelltu á greinarnar hér að neðan til að skoða þær.


sol2010 rodav

© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband