Vel heppnað útifjör 2010

Björgunarsveitirnar í Borgarfirði stóðu fyrir vel heppnuðum atburði við Skorradalsvatn á Sjómannadaginn. Blíðskaparveður var og mæting góð. Boðið var upp á siglingu um vatnið, ókeypis pylsur og björgunarsveitirnar sýndu tæki sín og tól. Að lokum kom þyrla landhelgisgæslunnar og sýndi björgun úr sjávarháska. Myndirnar tala sínu máli. Gott framtak.

.© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband