Internetþjónusta eMax liggur niðri - uppfært 03.10.11 - samband komið á

Í óveðrinu s.l. föstudag sló sendir út í mastri eMax í Borgarnesi.
Á meðan sendirinn er úti berast ekki gögn frá veðurstöð eða vefmyndavélum og allt internetsamband frá eMax ligur niðri. Að sögn eMax var reynt að gera við sendinn í dag (01.10.11), en hreinlega reyndist vera of hvasst til að hægt væri að fara upp í mastrið. Reikað er með að hægt verði að klára viðgerðina á sunnudag (02.10.11). Sjá má á þeim gögnum sem borist höfðu frá veðurstöð í Skorradal að vindur fór yfir 30 m/s í verstu hviðum s.l. föstudag.
bilun_emax
Uppfært 03.10.11: Að sögn eMax manna þurftur þeir tvisvar frá að hverfa úr miðju mastri um helgina og því hefur enn ekki tekist að skipta um sendi. Búist er við að viðgerð geti farið fram í dag. Eins og fram kemur á myndinni að neðan þá virðist bilunin hafa orðið rétt fyrir 11 á föstudagskvöld.
Kl 15.00. Internetsamband komið á.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband