Hnitsetning rotþróa

Þessa daganna er Ólafur Guðmundsson fyrrverandi byggingafulltrúi að hnitsetja rotþrær. Er hann byrjaður í Vatnsendahverfinu og Fitjahlið. Fer síðan á Indriðastaði, Hvamm og Hálsa.

„Í næstu viku verða rotþrær hnitsettar og í framhaldi verða þær hreinsaðar af Hreinsitækni ehf, en stefna að byrja fyrstu daganna í september. Er því óskað að lóðaeigendur merki rotþró sína með stöng eða veifu og hreinsi gróður frá, þar sem það á við, til að auðvelda losunina. Einnig grafi upp stúta sem eru niðurgrafnir.“

Með kveðju og fyrirfram þökk.
f.h. Skorradalshrepp

Pétur Davíðsson

P.S. Að auki má benda mönnum ef þeir eru með læstar keðjur við heimreið að skilja þær eftir ólæstar svo Ólafur geti komist að rotþrónum með tæki sín og tól. Félagið mun leita frétta af framvindu verksins svo félgsmenn geti fylgst með.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband