Snörp hækkun í Skorradalsvatni í kjölfar mikilla rigninga

Óvenju mikið regn fell í Skorradal um helgina.
Það byrjaði að rigna föstudaginn 10.8 og regninu slotaði ekki fyrr en kl. 11 sunnudaginn 12.08. Samtals rigndi 70 mm á þessum 3 dögum sem er um 7% af ársúrkomu. Þetta skilaði sér auðvitað í því að vatnsborð Skorradalsvatns hækkaði mjög hratt. Þetta má auðveldlega sjá á myndinni hér fyrir neðan. Fyrri myndin er tekin s.l. föstudag áður en rigningin hófst, en síðari myndin var tekin seinni partinn í dag (13.08). Á þessum tíma hækkaði yfirborð vatnsins um tæpa 30 sm. Þrátt fyrir að regninu slotaði hélt vatnið áfram að hækka í tæpan sólarhring, þrátt fyrir að ekkert rigndi. Nú ætti vatnshæðin að haldast stöðug ef ekki rignir á næstunni.
svatn_haekkar
Rétt er að benda þeim sem eru með báta í fjörunni, eða bryggjur í vatninu að huga að eigum sínum. Einnig má benda á að vatnsyfirborðið á líklega eftir að hækka um tæpa 50 sm. til viðbótar á næstu vikum ef tekið er mið af reynslu undanfarinna ára.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband