Innbrot í Vatnsendahlíð

Eigendur tveggja sumarbústaða í Skorradal komu að bústöðum sínum opnum í hádeginu í dag. Brotist hafði verið inn í bústaðina og þaðan stolið flatskjám og áfengi. Lítilsháttar skemmdir voru unnar á bústöðunum.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru innbrotin í Vatnsendahlíð. Fyrir framan annan bústaðinn var nokkuð magn ýmissa muna, sem lögregla telur að sé þýfi úr innbrotum í aðra bústaði. Þar voru til dæmis raftæki og ýmislegt smálegt. Að auki var muni að finna inni í bústaðnum, sem lögregla telur einnig að sé þýfi. Þjófarnir hafa ekki náðst. Það er því full ástæða til að hvetja sumarhúsaeigendur til að huga að sumarbústöðum sínum. Lögreglan hefur ekki kerfisbundið kannað hvar hefur evrið brotist inn og því kunna enn að vera bústaðir sem brotist hefur verið inní, en eigendur einfaldlega ekki kannað hvort allt sé með felldu hjá þeim.

Benda má á að ekki hefur verið brotist inn á Hvammssvæðinu eftir að hliiðin voru sett upp.

Frétt tekin af mbl.is 08.10.11. hvammshlid.is ræddi við lögregluna í Borgarnesi
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband