Einmunablíða í Skorradal

Hiti dagalega yfir 20 stig s.l. viku.
Óvenju mikil hlýindi hafa verið s.l. viku og hefur hitinn farið yfur 20 gráður flesta daga. Athyglisvert er að hæsti daglegi hiti sem mælist í Hvammi í Skorradal er alltaf töluvert hærri en sá hiti sem mælist á Hvanneyri þó að loftlína á milli þessara staða sé eingöngu 12 km. Munur á hitastigi er enn meiri, Skorradal í hag sé hæsti daglegi hiti borinn saman við Reykjavík. Meðaltal hæsta hitastigs dagsins vikunu 28.05.2012-03.062012 var 21,1 í Skorradal, 18,1 á Hvanneyri en 15,5 gráður í Reykjavík. Hæsti hiti sem mældist í Skorradal var 23 gráður, 21,3 á Hvanneyri og 16,8 gráður í Reykjavík. Hæsti hiti mældist 1.6 á öllum stöðunum. Myndin hér að neðan sýnir daglegt hæsta hitastig sem mældist umrædda viku.

hiti03012

Nágranni minn benti mér á að Skorradalsvatn hafi verið einstaklega fallegt kl. 04 aðfaranótt 02.06, vatnið logað og fuglar á sundi. Vefstjóri kíkti því í vefmyndavélina á umræddum tíma og gat sýnt fram á að nágranni minn veit hvað hann syngur.
vatn020612_04
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband