Nýr endurvarpi fyrir sjónvarp og útvarp

Sumarbústaðaeigendur í Skorradal geta nú orðið náð útsendingum Digital Ísland í Skorradal. Endurvarpssendir er kominn upp sem staðsettur er við stífluhús Andakílsvirkjunar og næst merki hans vel inn dalinn. Mælingar sýna að þegar komið er innst í dalinn þar sem ekki er lengur sjónlína má samt ná merki frá endurvarpssendinum ef notaður er loftnetsmagnari. Stór hluti sumarbústaða í dalnum nær þessu merki þó án magnara. Sendingin er á UHF rás E29. Sjónvarpsdagskrár á þessum sendir eru: RÚV / Stöð 2 / Stöð 2+ / Stöð 2 Bíó / Stöð 2 Extra / SkjárEinn / Stöð 2 Sport / Stöð 2 Sport 2 og hljóðvarpsdagskrár: Bylgjan / X-ið / Létt Bylgjan. Þessar stöðvar eru á stafrænu (digital) formi. Til að ná þessu útsendingum þarf stafrænan móttakara. Mörg nýrri sjónvörp eru með slíkum móttakara. Einnig má nota myndlykil frá Stöð 2 (þeir eru stafrænir). Fyrir þá sem eru eingöngu með hliðrænan (anolog) móttakara má kaupa stafræna móttakara hjá flestum sjónvarpsverslunum sem tengja má síðan við sjónvarpið.

 
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband