Hæ bálið brennur


Sú hefð hefur skapast hjá Sumarhúsafélögum í Skorradal að efna til varðelds um verslunarmannahelgina. Hingað til hefur ekki verið sérstök brenna á Hvammssvæðinu. Hafa margir sumarhúsaeigendur á Hvammssvæðinu nýtt sér brennuna á Vatnsenda. í sumar var breyting á og var kveiktur varðaeldur á ströndinni fyrir neðan Hvammsbæinn. Þar fengu gestir á Hvammssvæðinu tækifæri til að hittast og spjalla og syngja saman. Bestu þakkir til Skúla og Birgis sem höfðu veg og vanda að brennunni. Settar hafa verið inn myndir frá þessum atburði á myndasíðuna.
© 2009-2015 Félag sumarhúsaeigenda í Hvammi Hafðu samband